Er þetta í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2016 18:00 Werdum með sitt fræga "trollface“ Vísir/Getty Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Fabrcio Werdum mætir Stipe Miocic í kvöld á UFC 198. Ferillinn hans hefur verið sigursæll en er hann í alvörunni besti þungavigtarmaður heims? Fabricio Werdum varð svo kallaður bráðabirgðarmeistari UFC í nóvember 2014. Þáverandi meistari, Cain Velasquez, gat þá ekki varið beltið sitt vegna meiðsla og tókst Werdum að rota Mark Hunt í 1. lotu. Beltin voru svo sameinuð í Mexíkó í fyrra þegar Werdum hengdi Cain Velasquez í 2. lotu. Þar með varð Fabricio Werdum óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Það er eiginlega hálf skrítið að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag. Fyrir nokkrum árum var hann ekkert nema einhæfur glímumaður með skemmtilegan persónuleika. Það er ávallt stutt í grínið hjá Werdum og er hann hálfgerður trúður oft á tíðum. Ekki láta trúðinn blekkja ykkur því innan búrsins er hann frábær bardagamaður. Ekki nóg með að Werdum sé besti þungavigtarmaður heims í dag, þá má færa rök fyrir því að trúðurinn sé besti þungavigtarmaður sögunnar. Werdum hefur sigrað þrjá af sigursælustu þungavigtarmönnum sögunnar og klárað þá alla með uppgjafartaki.Fedor Emelianenko, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Cain Velasquez eru allir á meðal bestu þungavigtarmanna sögunnar (og er Emelianenko fremstur meðal jafningja) en Werdum hefur sigrað þá alla. Það er afrek sem enginn hefur leikið eftir. Það er oft skrítið að þessi trúður skuli vera talinn einn besti þungavigtarmaður sögunnar. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er ekki lengur bara einhæfur glímumaður með brandara. Hann er orðinn stórhættulegur á öllum vígstöðum bardagans. Með sigri á Stipe Miocic í kvöld getur þessi 38 ára Brasilíumaður sannað það að hann sé besti þungavigtarmaður heims og sérstaklega ef hann klárar Miocic. Stipe Miocic skal þó ekki vanmeta og fáum við eflaust hörku bardaga í kvöld. UFC 198 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Fabricio Werdum gegn Stipe MiocicMillivigt: Ronaldo ‘Jacare’ Souza gegn Vitor BelfortHentivigt: Cris ‘Cyborg’ Justino gegn Leslie SmithLéttþungavigt: Mauricio ‘Shogun’ Rua gegn Corey AndersonVeltivigt: Warlley Alves gegn Bryan Barbarena
Aðrar íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira