Kosningabaráttan fyrir forsetakjörið 1996 kostaði 329 milljónir ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2016 10:30 Kosningabaráttan fyrir forestakosningarnar 1996 kostaði ríflega 300 milljónir króna á núvirði. Árið 1996, í síðustu kosningum þar sem sitjandi forseti var ekki í kjöri, nam heildarkostnaður frambjóðenda 329 milljónum króna, uppreiknað á verðlagi apríls síðastliðins. Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar kostaði 102 milljónir króna, uppreiknað á núverandi verðlagi. Framboð Ástþórs Magnússonar kostaði 98 milljónir, framboð Péturs Kr. Hafstein 87 milljónir og framboð Guðrúnar Agnarsdóttur kostaði 42 milljónir króna. Í dag má forsetaframboð ekki kosta meira en 37,5 milljónir króna og hámarksframlag frá hverjum lögaðila eða einstaklingi er 400 þúsund krónur. Eftir kosningarnar þarf að skila inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar þar sem upplýsa þarf um hvaða lögaðilar styrktu framboðið og framlög einstaklinga um meira en 200 þúsund krónur. Í síðustu forsetakosningum, árið 2012, var framboð Þóru Arnórsdóttur dýrasta framboðið, kostaði 17,3 milljónir króna uppreiknað en framboð Ólafs Ragnars kostaði 7 milljónir króna.Kosningabaráttan 1996 kostaði mun meira en síðari kosningabaráttur enda búið að herða lög um fjármögnun kosningabaráttunnar.fréttablaðiðAndrés Jónsson almannatengill segir talsverða vinnu fólgna í að safna háum fjárhæðum í kosningasjóði. „Þó þú getir fengið einstaka auðmenn til að gefa 400 þúsund og svo gefur fyrirtæki viðkomandi líka 400 þúsund.“ Reglurnar séu orðnar mun þrengri en þær voru árið 1996. Andrés segir að til þess að safna fé fyrir kosningabaráttu þurfi oft að hafa efnað fólk eða áberandi forstjóra til að geta náð sambandi við annað efnað fólk á jafningjagrundvelli. „Þú verður að fá einhverja sem eru líka ríkir eða líka áberandi stórforstjórar eða annað til þess að nálgast þetta fólk. Það skiptir miklu máli að vera með lið sem er með mikinn aðgang að fyrirtækjum eða vel efnuðum einstaklingum, það gerist eiginlega ekki öðru vísi,“ segir hann. Andrés segir að þótt það sé jákvætt skref að gefa þurfi upp hverjir styrki frambjóðendur og stjórnmálaflokka hafi það dregið úr vilja fyrirtækja til að styrkja stjórnmálastarf. Því veltir Andrés því upp hvort ekki ætti að styrkja forsetaframbjóðendur úr ríkissjóði líkt og gert er í tilfelli stjórnmálaflokka en í leiðinni fjölga nauðsynlegum fjölda undirskrifta sem þyrfti til að bjóða sig fram.Andrés Jónsson almannatengill á von á því að kosningabaráttan ráðist helst í sjónvarpi.Baráttan ráðist helst í sjónvarpi Andrés segir kosningabaráttuna fyrst og fremst ráðast í sjónvarpi en ekki á framboðsfundum eða hringferðum um landið. „Þetta er beisiklí tímaeyðsla að vera að halda einhverja opna fundi, það koma örfáir og það fer rosaleg orka í að smala á þessa fundi,“ segir hann. „Þórudagurinn er dæmi um eitthvað sem bæði kom illa út og var örugglega of mikil fyrirhöfn,“ segir Andrés sem aðstoðaði við forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur árið 2012. Þóra hafði forskot í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar en að lokum vann Ólafur Ragnar með 53 prósentum atkvæða en Þóra endaði með 33 prósenta fylgi. „Mín meginskýring var að hún var ekki vön því að vera frambjóðandi í stjórnmálabaráttu og Ólafur Ragnar breytti þessu í alvöru töff stjórnmálabaráttu,“ segir Andrés. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er hvernig frambjóðendur koma fyrir í sjónvarpi,“ segir hann.Sigmundur Davíð hafi fallið sem forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali við sænska ríkissjónvarpið og hugsanlega Ólafur Ragnar í viðtali við CNN þegar hann neitaði því að hann eða fjölskylda hans hefðu tengsl við aflandsfélög. „Bjarni Ben bjargaði sér í sjónvarpi. Það er hægt að taka mörg dæmi bara úr íslenskri pólitík.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Árið 1996, í síðustu kosningum þar sem sitjandi forseti var ekki í kjöri, nam heildarkostnaður frambjóðenda 329 milljónum króna, uppreiknað á verðlagi apríls síðastliðins. Framboð Ólafs Ragnars Grímssonar kostaði 102 milljónir króna, uppreiknað á núverandi verðlagi. Framboð Ástþórs Magnússonar kostaði 98 milljónir, framboð Péturs Kr. Hafstein 87 milljónir og framboð Guðrúnar Agnarsdóttur kostaði 42 milljónir króna. Í dag má forsetaframboð ekki kosta meira en 37,5 milljónir króna og hámarksframlag frá hverjum lögaðila eða einstaklingi er 400 þúsund krónur. Eftir kosningarnar þarf að skila inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar þar sem upplýsa þarf um hvaða lögaðilar styrktu framboðið og framlög einstaklinga um meira en 200 þúsund krónur. Í síðustu forsetakosningum, árið 2012, var framboð Þóru Arnórsdóttur dýrasta framboðið, kostaði 17,3 milljónir króna uppreiknað en framboð Ólafs Ragnars kostaði 7 milljónir króna.Kosningabaráttan 1996 kostaði mun meira en síðari kosningabaráttur enda búið að herða lög um fjármögnun kosningabaráttunnar.fréttablaðiðAndrés Jónsson almannatengill segir talsverða vinnu fólgna í að safna háum fjárhæðum í kosningasjóði. „Þó þú getir fengið einstaka auðmenn til að gefa 400 þúsund og svo gefur fyrirtæki viðkomandi líka 400 þúsund.“ Reglurnar séu orðnar mun þrengri en þær voru árið 1996. Andrés segir að til þess að safna fé fyrir kosningabaráttu þurfi oft að hafa efnað fólk eða áberandi forstjóra til að geta náð sambandi við annað efnað fólk á jafningjagrundvelli. „Þú verður að fá einhverja sem eru líka ríkir eða líka áberandi stórforstjórar eða annað til þess að nálgast þetta fólk. Það skiptir miklu máli að vera með lið sem er með mikinn aðgang að fyrirtækjum eða vel efnuðum einstaklingum, það gerist eiginlega ekki öðru vísi,“ segir hann. Andrés segir að þótt það sé jákvætt skref að gefa þurfi upp hverjir styrki frambjóðendur og stjórnmálaflokka hafi það dregið úr vilja fyrirtækja til að styrkja stjórnmálastarf. Því veltir Andrés því upp hvort ekki ætti að styrkja forsetaframbjóðendur úr ríkissjóði líkt og gert er í tilfelli stjórnmálaflokka en í leiðinni fjölga nauðsynlegum fjölda undirskrifta sem þyrfti til að bjóða sig fram.Andrés Jónsson almannatengill á von á því að kosningabaráttan ráðist helst í sjónvarpi.Baráttan ráðist helst í sjónvarpi Andrés segir kosningabaráttuna fyrst og fremst ráðast í sjónvarpi en ekki á framboðsfundum eða hringferðum um landið. „Þetta er beisiklí tímaeyðsla að vera að halda einhverja opna fundi, það koma örfáir og það fer rosaleg orka í að smala á þessa fundi,“ segir hann. „Þórudagurinn er dæmi um eitthvað sem bæði kom illa út og var örugglega of mikil fyrirhöfn,“ segir Andrés sem aðstoðaði við forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur árið 2012. Þóra hafði forskot í skoðanakönnunum í upphafi kosningabaráttunnar en að lokum vann Ólafur Ragnar með 53 prósentum atkvæða en Þóra endaði með 33 prósenta fylgi. „Mín meginskýring var að hún var ekki vön því að vera frambjóðandi í stjórnmálabaráttu og Ólafur Ragnar breytti þessu í alvöru töff stjórnmálabaráttu,“ segir Andrés. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er hvernig frambjóðendur koma fyrir í sjónvarpi,“ segir hann.Sigmundur Davíð hafi fallið sem forsætisráðherra í sjónvarpsviðtali við sænska ríkissjónvarpið og hugsanlega Ólafur Ragnar í viðtali við CNN þegar hann neitaði því að hann eða fjölskylda hans hefðu tengsl við aflandsfélög. „Bjarni Ben bjargaði sér í sjónvarpi. Það er hægt að taka mörg dæmi bara úr íslenskri pólitík.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira