Lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 11:30 Lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hafa haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt, að mati dósents í sagnfræði. Vísir Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að þrátt fyrir að hlutverk forseta Íslands sé illa skilgreint í stjórnarskrá þá sé hugmyndin um hann sem nokkurs konar handhafa þjóðarviljans mjög rótgróin í samfélaginu. Hugmyndina megi enda rekja til þess þegar hér var sett stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1944 en þá komu fram kröfur um að forsetinn væri einhvers konar umboðsmaður þjóðarviljans og ætti því að vera þjóðkjörinn. Þá hafi eftirskjálftar hrunsins jafnframt haft mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fram fara nú í júní. Ragnheiður flutti erindi í Háskóla Íslands í gær í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í gær var „Væntingar til forsetaembættisins.“Ekki óumdeild hugmynd að til sé þjóðarvilji Í erindi sínu tengdi Ragnheiður hugmyndina um forsetann sem handhafa þjóðarviljans við þá hugmynd hafi orðið lýðræðisbylting á síðustu árum í kjölfar efnahagshrunsins. Hún byrjaði á að vísa í orð Ólafs Ragnars um sigur hans í forsetakosningunum árið 2012 þar sem hann sagði í viðtali að það mikilvægasta við kosningu hans hefði verið sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi og fælist í aukinni kröfu þjóðarinnar um að koma að ákvörðunum. „Hann sagði að kosningarnar hefðu ekki snúist um hann sem forseta heldur þessa lýðræðisbyltingu. Það er ekki ósannfærandi en ég held samt að margir af þeim sem kusu hann hafi gert það af því að þeir voru hrifnir af þeirri skoðun að forsetinn væri fulltrúi þjóðarviljans. Þessi skoðun byggir á rótgrónum hugmyndum að það sé til einhvers konar þjóðarvilji en það er vissulega ekki óumdeild hugmynd,“ sagði Ragnheiður. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Ólafur Ragnar var fyrsti forsetinn sem virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin sumarið 2004 og vísaði þeim þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá talaði hann um það að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu. Hann vísaði síðan bæði Icesave-samningum II og III í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011 sem Alþingi hafði samþykkti en þjóðin svo hafnaði.„Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans“ Ragnheiður sagði 26. grein stjórnarskrárinnar bera vott um togstreitu um valdsvið forseta í aðdraganda stofnunar lýðveldisins. „Umræðan um valdsvið forseta var þvers og kruss og niðurstaðan var á endanum óljós. Það hafði það í för með sér að embættið er illa skilgreint og Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans alla tíð síðan,“ sagði Ragnheiður. Hún rifjaði síðan upp það sem hún kallaði stjórnkerfiskreppu árin 1996 og 2004 þegar nokkuð var deilt um hvert væri hlutverk forseta. „Árið 2004 voru þannig miklar deilur milli forseta og forsætisráðherra, meðal annars vegna fjölmiðlalaganna. Þessi kreppa heldur síðan áfram í hruninu þegar koma fram bæði nýjar hugmyndir um grasrótarlýðræði en þá er einnig haldið í rótgrónar hugmyndir um forsetann sem fulltrúa þjóðarviljans, sem einhvern sem stendur gegn flokksræði ,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði svo að lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hefðu haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt. „En hvað verður um hugmyndina um forseta sem gæslumann þjóðarviljans á eftir að koma í ljós. En ég ítreka það að við eigum enn eftir að skilgreina forsetaembættið og við vitum ekki enn hvenær verður af því,“ sagði Ragnheiður í lok erindis síns. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að þrátt fyrir að hlutverk forseta Íslands sé illa skilgreint í stjórnarskrá þá sé hugmyndin um hann sem nokkurs konar handhafa þjóðarviljans mjög rótgróin í samfélaginu. Hugmyndina megi enda rekja til þess þegar hér var sett stjórnarskrá lýðveldisins Íslands árið 1944 en þá komu fram kröfur um að forsetinn væri einhvers konar umboðsmaður þjóðarviljans og ætti því að vera þjóðkjörinn. Þá hafi eftirskjálftar hrunsins jafnframt haft mikil áhrif á forsetakosningarnar sem fram fara nú í júní. Ragnheiður flutti erindi í Háskóla Íslands í gær í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í gær var „Væntingar til forsetaembættisins.“Ekki óumdeild hugmynd að til sé þjóðarvilji Í erindi sínu tengdi Ragnheiður hugmyndina um forsetann sem handhafa þjóðarviljans við þá hugmynd hafi orðið lýðræðisbylting á síðustu árum í kjölfar efnahagshrunsins. Hún byrjaði á að vísa í orð Ólafs Ragnars um sigur hans í forsetakosningunum árið 2012 þar sem hann sagði í viðtali að það mikilvægasta við kosningu hans hefði verið sú lýðræðisbylting sem átt hefði sér stað hér á landi og fælist í aukinni kröfu þjóðarinnar um að koma að ákvörðunum. „Hann sagði að kosningarnar hefðu ekki snúist um hann sem forseta heldur þessa lýðræðisbyltingu. Það er ekki ósannfærandi en ég held samt að margir af þeim sem kusu hann hafi gert það af því að þeir voru hrifnir af þeirri skoðun að forsetinn væri fulltrúi þjóðarviljans. Þessi skoðun byggir á rótgrónum hugmyndum að það sé til einhvers konar þjóðarvilji en það er vissulega ekki óumdeild hugmynd,“ sagði Ragnheiður. Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Ólafur Ragnar var fyrsti forsetinn sem virkjaði 26. grein stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin sumarið 2004 og vísaði þeim þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá talaði hann um það að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar í málinu. Hann vísaði síðan bæði Icesave-samningum II og III í þjóðaratkvæðagreiðslu árin 2010 og 2011 sem Alþingi hafði samþykkti en þjóðin svo hafnaði.„Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans“ Ragnheiður sagði 26. grein stjórnarskrárinnar bera vott um togstreitu um valdsvið forseta í aðdraganda stofnunar lýðveldisins. „Umræðan um valdsvið forseta var þvers og kruss og niðurstaðan var á endanum óljós. Það hafði það í för með sér að embættið er illa skilgreint og Íslendingar hafa setið uppi með hálfkaraðar breytingar á hlutverki þjóðhöfðingjans alla tíð síðan,“ sagði Ragnheiður. Hún rifjaði síðan upp það sem hún kallaði stjórnkerfiskreppu árin 1996 og 2004 þegar nokkuð var deilt um hvert væri hlutverk forseta. „Árið 2004 voru þannig miklar deilur milli forseta og forsætisráðherra, meðal annars vegna fjölmiðlalaganna. Þessi kreppa heldur síðan áfram í hruninu þegar koma fram bæði nýjar hugmyndir um grasrótarlýðræði en þá er einnig haldið í rótgrónar hugmyndir um forsetann sem fulltrúa þjóðarviljans, sem einhvern sem stendur gegn flokksræði ,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði svo að lýðræðiskreppa og eftirskjálftar hrunsins hefðu haft afgerandi áhrif á forsetakosningarnar sem verða nú í júní, bæði hvað varðar það hverjir bjóða sig fram og um hvað er rætt. „En hvað verður um hugmyndina um forseta sem gæslumann þjóðarviljans á eftir að koma í ljós. En ég ítreka það að við eigum enn eftir að skilgreina forsetaembættið og við vitum ekki enn hvenær verður af því,“ sagði Ragnheiður í lok erindis síns.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04