Goðafræði stjórnmálanna Guðmundur Andri Thorsson. skrifar 2. maí 2016 07:00 Það er eitt einkenni íslensks samfélags – og mein – að hér skuli stéttastjórnmál ekki hafa náð að þroskast eins og í nágrannalöndum svo að fyrir vikið urðu flokkar alþýðu ekki jafn sterkir og annars staðar í Evrópu með alkunnum afleiðingum fyrir lífskjör og réttindi þeirra landsmanna sem þurfa að dúsa með sitt hér en ekki aflendis eins og tortólarnir í valdastólunum. Ekki urðu heldur til eindregnir yfirstéttarflokkar. Stjórnmálaflokkar síðustu aldar urðu hins vegar stundum eins og laustengd bandalög sem mynduðust kringum sterka einstaklinga sem höfðu á valdi sínu að útdeilda gæðum til sinna manna, ættmenna, skólafélaga, rótarýfélaga, skjólstæðinga – kjósenda. Um leið tókst íslensku samfélagi ekki alveg að vaxa frá sjálfstæðisstjórnmálunum sem hér ríktu að sögn stjórnmálafræðinnar til ársins 1916-18, en samkvæmt þeirri hugmyndafræði höfðu stórbændur og kotungar, vinnufólk, embættismenn, lausamenn og niðursetningar í grundvallaratriðum sömu hagsmuni: að losna undan Dönum. Sjálfstæðisstjórnmál voru einkum framlengd með hersetu landsins, og síðan deilum um þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða í ESB. Álitamálin hér á landi hafa síður snúist um lífskjör og laun almennings en stöðu lýðveldisins í samfélagi þjóðanna.Eins og mosi En hið raunverulega úrlausnarefni stjórnmálanna hefur verið að greiða – eða torvelda – för að þeim gæðum sem útvaldir stjórnmálamenn voru í aðstöðu til að úthluta, hvort sem það voru leyfi til innflutnings á einhverju eða bankafyrirgreiðsla, útvegun á vinnu – byggingarleyfi. Dæmin eru óteljandi frá haftaárunum, sem voru dýrðarár Sjálfstæðisflokksins og byggðu upp það veldi hans sem enn er tregað í Hádegismóum. Stundum finnst manni vera rótgróinn eins og fornaldarmosi einhver þankagangur hér frá söguöld. Það mætti kenna hann við goðaveldið sem var hér ríkjandi stjórnskipan frá landnámi og þar til árið 1260, að það hrundi í borgarastyrjöld, þegar valdajafnvægi goðanna raskaðist og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Kerfið gekk út á að 39 goðar stjórnuðu sínu afmarkaða svæði hringinn í kringum landið – höfðu hver sitt goðorð – og hittust síðan og réðu ráðum sínum á Alþingi þar sem mál voru útkljáð, sættir gerðar, lög sögð fram af þar til gerðum lögsögumönnum, menn dæmdir í útlegð, leitað sæmdar og bandalög gerð. Allir landsmenn voru í skjóli einhvers goða og voru um leið honum skjól; höfðu skyldur við hann og réttindi gagnvart honum. Sýndu honum hollustu. Goðinn bjargaði sínum mönnum út úr vandræðum ef því var að skipta og hélt uppi lögum og reglu á sínu svæði en á móti kom að bændum bar að fylgja honum þegar til átaka kæmi, mynda herinn hans. Þegar kom fram á Sturlungaöld var ekki nokkur friður fyrir bændur að sinna búskap eða yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut fyrir eilífum ófriði með tilheyrandi langferðum og vosbúð. Fyrirgreiðslukerfið sem varð til strax og hér tók að starfa alþingi í fullvalda landi minnir að mörgu leyti á þetta gamla goðaveldi. Fyrsti þingmaður hvers kjördæmis var þá nokkurs konar goði með réttindum og skyldum sem því fylgdu – rak erindi kjósenda sinna stór og smá í höfuðstaðnum – reddaði víxlum og gjaldeyrisyfirfærslum, þúfnabönum og lánum en fékk á móti öruggt þingsæti, góða afkomu og var höfðingi – goðinn.Fullreynt? Goðaveldi nútímans er í senn ósýnilegt og afskaplega sýnilegt. Um það gilda ekki skráðar reglur og því fylgja ekki eiginlegar nafnbætur en samt er það einhvern veginn yfir og allt um kring í íslenskri umræðu og stjórnmálahefð, líka umræðuhefð þar sem við sem tökum til máls opinberlega megum sæta því að vera iðulega dregin inn í eitthvert ímyndað valdagoðorðið. Enn virðist að einhverju leyti ríkja sá hugsunarháttur meðal margra kjósenda að skaffarahæfni frambjóðanda skuli ráða atkvæði manns, fremur en hugsjónir eða lífsviðhorf. Umræða hér snýst oft furðu lítið um stefnu og markmið og leiðir, samfélagsleg gildi og úrlausnir en þeim mun meira er gert af því að bollaleggja um tiltekin goðaveldi íslenskrar valdastéttar. En það er fullreynt með goðaveldið. Það er liðið undir lok. Þessi þankagangur endurspeglar ekki neinn veruleika. Það er enginn gamall kall að fara að sjá um okkur – til allrar hamingju. Goðaveldið er hvergi til nema sem köngulóavefir í yfirgefnum skúmaskotum valdsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt einkenni íslensks samfélags – og mein – að hér skuli stéttastjórnmál ekki hafa náð að þroskast eins og í nágrannalöndum svo að fyrir vikið urðu flokkar alþýðu ekki jafn sterkir og annars staðar í Evrópu með alkunnum afleiðingum fyrir lífskjör og réttindi þeirra landsmanna sem þurfa að dúsa með sitt hér en ekki aflendis eins og tortólarnir í valdastólunum. Ekki urðu heldur til eindregnir yfirstéttarflokkar. Stjórnmálaflokkar síðustu aldar urðu hins vegar stundum eins og laustengd bandalög sem mynduðust kringum sterka einstaklinga sem höfðu á valdi sínu að útdeilda gæðum til sinna manna, ættmenna, skólafélaga, rótarýfélaga, skjólstæðinga – kjósenda. Um leið tókst íslensku samfélagi ekki alveg að vaxa frá sjálfstæðisstjórnmálunum sem hér ríktu að sögn stjórnmálafræðinnar til ársins 1916-18, en samkvæmt þeirri hugmyndafræði höfðu stórbændur og kotungar, vinnufólk, embættismenn, lausamenn og niðursetningar í grundvallaratriðum sömu hagsmuni: að losna undan Dönum. Sjálfstæðisstjórnmál voru einkum framlengd með hersetu landsins, og síðan deilum um þátttöku í samstarfi vestrænna þjóða í ESB. Álitamálin hér á landi hafa síður snúist um lífskjör og laun almennings en stöðu lýðveldisins í samfélagi þjóðanna.Eins og mosi En hið raunverulega úrlausnarefni stjórnmálanna hefur verið að greiða – eða torvelda – för að þeim gæðum sem útvaldir stjórnmálamenn voru í aðstöðu til að úthluta, hvort sem það voru leyfi til innflutnings á einhverju eða bankafyrirgreiðsla, útvegun á vinnu – byggingarleyfi. Dæmin eru óteljandi frá haftaárunum, sem voru dýrðarár Sjálfstæðisflokksins og byggðu upp það veldi hans sem enn er tregað í Hádegismóum. Stundum finnst manni vera rótgróinn eins og fornaldarmosi einhver þankagangur hér frá söguöld. Það mætti kenna hann við goðaveldið sem var hér ríkjandi stjórnskipan frá landnámi og þar til árið 1260, að það hrundi í borgarastyrjöld, þegar valdajafnvægi goðanna raskaðist og Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd. Kerfið gekk út á að 39 goðar stjórnuðu sínu afmarkaða svæði hringinn í kringum landið – höfðu hver sitt goðorð – og hittust síðan og réðu ráðum sínum á Alþingi þar sem mál voru útkljáð, sættir gerðar, lög sögð fram af þar til gerðum lögsögumönnum, menn dæmdir í útlegð, leitað sæmdar og bandalög gerð. Allir landsmenn voru í skjóli einhvers goða og voru um leið honum skjól; höfðu skyldur við hann og réttindi gagnvart honum. Sýndu honum hollustu. Goðinn bjargaði sínum mönnum út úr vandræðum ef því var að skipta og hélt uppi lögum og reglu á sínu svæði en á móti kom að bændum bar að fylgja honum þegar til átaka kæmi, mynda herinn hans. Þegar kom fram á Sturlungaöld var ekki nokkur friður fyrir bændur að sinna búskap eða yfirleitt nokkrum sköpuðum hlut fyrir eilífum ófriði með tilheyrandi langferðum og vosbúð. Fyrirgreiðslukerfið sem varð til strax og hér tók að starfa alþingi í fullvalda landi minnir að mörgu leyti á þetta gamla goðaveldi. Fyrsti þingmaður hvers kjördæmis var þá nokkurs konar goði með réttindum og skyldum sem því fylgdu – rak erindi kjósenda sinna stór og smá í höfuðstaðnum – reddaði víxlum og gjaldeyrisyfirfærslum, þúfnabönum og lánum en fékk á móti öruggt þingsæti, góða afkomu og var höfðingi – goðinn.Fullreynt? Goðaveldi nútímans er í senn ósýnilegt og afskaplega sýnilegt. Um það gilda ekki skráðar reglur og því fylgja ekki eiginlegar nafnbætur en samt er það einhvern veginn yfir og allt um kring í íslenskri umræðu og stjórnmálahefð, líka umræðuhefð þar sem við sem tökum til máls opinberlega megum sæta því að vera iðulega dregin inn í eitthvert ímyndað valdagoðorðið. Enn virðist að einhverju leyti ríkja sá hugsunarháttur meðal margra kjósenda að skaffarahæfni frambjóðanda skuli ráða atkvæði manns, fremur en hugsjónir eða lífsviðhorf. Umræða hér snýst oft furðu lítið um stefnu og markmið og leiðir, samfélagsleg gildi og úrlausnir en þeim mun meira er gert af því að bollaleggja um tiltekin goðaveldi íslenskrar valdastéttar. En það er fullreynt með goðaveldið. Það er liðið undir lok. Þessi þankagangur endurspeglar ekki neinn veruleika. Það er enginn gamall kall að fara að sjá um okkur – til allrar hamingju. Goðaveldið er hvergi til nema sem köngulóavefir í yfirgefnum skúmaskotum valdsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar