Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson mælast með mest fylgi vísir/ernir/anton „Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira