Umdeilt skattahagræði auðmanna í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú. Mynd/Anton Brink Erlendir einstaklingar með háar fjármagnstekjur hafa mestan hag af því að skrá sig með þeim hætti sem forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur gert í Bretlandi, segir Jakob Jakobsson skattalögfræðingur. „Einstaklingar sem búsettir eru í Bretlandi en með lögheimili utan Bretlands geta sóst eftir því að vera skilgreindir í skattalegu tilliti þar í landi sem „non-domiciled residents“ og samkvæmt breskum skattalögum greiða umræddir einstaklinga þá skatt af fjármagnstekjum sem upprunnar eru utan Bretlands með ákveðnum hætti,“ skýrir Jakob frá. Hann segir athyglina í bresku samfélagi helst vera á skattlagningu auðmanna sem hafa umrædda skattalega stöðu. „Bretar virðast með þessari sérstöku skattlagningu erlendra einstaklinga hafa skapað eftirsóknarvert umhverfi meðal annars fyrir fólk með háar fjármagnstekjur. Hefur þessi sérregla annars lengi verið umdeild þar í landi vegna þeirrar ívilnunar sem getur fylgt umræddri reglu hvað varðar skattlagningu erlendra auðmanna sem búsettir eru í Bretlandi,“ segir Jakob og segir reyndar að svo áratugum skipti hafi verið skiptar skoðanir í Bretlandi á skattlagningu fjármagnstekna erlendra einstaklinga. „Stjórnmálamenn hafa lagt fram tillögur um allt frá því að afnema umrædda sérreglu og skattleggja allar fjármagnstekjur óháð uppruna í Bretlandi til þess að vernda eigi umrædda sérreglu þar sem afleidd áhrif hennar séu jákvæð fyrir breskt efnahagslíf,“ segir Jakob. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Erlendir einstaklingar með háar fjármagnstekjur hafa mestan hag af því að skrá sig með þeim hætti sem forsetafrúin Dorrit Moussaieff hefur gert í Bretlandi, segir Jakob Jakobsson skattalögfræðingur. „Einstaklingar sem búsettir eru í Bretlandi en með lögheimili utan Bretlands geta sóst eftir því að vera skilgreindir í skattalegu tilliti þar í landi sem „non-domiciled residents“ og samkvæmt breskum skattalögum greiða umræddir einstaklinga þá skatt af fjármagnstekjum sem upprunnar eru utan Bretlands með ákveðnum hætti,“ skýrir Jakob frá. Hann segir athyglina í bresku samfélagi helst vera á skattlagningu auðmanna sem hafa umrædda skattalega stöðu. „Bretar virðast með þessari sérstöku skattlagningu erlendra einstaklinga hafa skapað eftirsóknarvert umhverfi meðal annars fyrir fólk með háar fjármagnstekjur. Hefur þessi sérregla annars lengi verið umdeild þar í landi vegna þeirrar ívilnunar sem getur fylgt umræddri reglu hvað varðar skattlagningu erlendra auðmanna sem búsettir eru í Bretlandi,“ segir Jakob og segir reyndar að svo áratugum skipti hafi verið skiptar skoðanir í Bretlandi á skattlagningu fjármagnstekna erlendra einstaklinga. „Stjórnmálamenn hafa lagt fram tillögur um allt frá því að afnema umrædda sérreglu og skattleggja allar fjármagnstekjur óháð uppruna í Bretlandi til þess að vernda eigi umrædda sérreglu þar sem afleidd áhrif hennar séu jákvæð fyrir breskt efnahagslíf,“ segir Jakob. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00 Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Ólafur og Dorrit skráð hjá Þjóðskrá að þau hafi slitið samvistum Skilyrði þess að hjón hafi lögheimili á sitt hvorum staðnum er að þau séu skráð þannig að þau hafi slitið samvistum. Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson eru skráð með þessum hætti hjá Þjóðskrá Íslands. Þrjú hundruð íslensk hjón eru í sömu sporum. 4. maí 2016 19:00
Dorrit Moussaieff með heimilisfesti í Ísrael Dorrit er með þrefalt ríkisfang, íslenskt, breskt og ísraelskt. Heimilisfesti hennar er í fæðingarlandi hennar, Ísrael. 4. maí 2016 07:00