Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 4-3 | Sonný Lára hetja Blika í vítakeppninni Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 5. maí 2016 21:15 Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna á Samsung-vellinum í kvöld en staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, varði tvær vítaspyrnur frá Stjörnukonum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Sonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar sem Harpa Þorsteinsdóttir tók og þá síðustu sem Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Blikar skoruðu úr öllum vítaspyrnum sínum nema einni en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skaut í stöng úr sinni spyrnu. Aðstæður á Samsung-vellinum voru nokkuð erfiðar í kvöld en það blés þó nokkuð í kjölfarið var ískalt. Það tók því leikmenn beggja liði dágóða stund að komast í takt við leikinn og var mikill vorbragur á leiknum í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var mjög tíðindalítill og kom hættulegasta færi hans á lokamínútunni þegar Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Blika, átti fínt skot á mark Stjörnunnar en heimamenn náðu að bjarga á línu. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn var ekki mikið skárri og náðu leikmenn liðanna aldrei að finna taktinn almennilega í þessum fótboltaleik. Blikar fengu nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum og voru sterkari aðilinn í leiknum. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og því var farið strax í vítaspyrnukeppni. Stjarnan misnotaði tvær vítaspyrnur og Blikar eina. Það var Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Blika, sem varði síðustu spyrnu Stjörnumanna þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir misnotaði spyrnuna. Blikar unnu því leikinn, 4-3, á ísköldum Samsung-vellinum.Ólafur gerði Stjörnuna að bikarmeisturum í fyrra.vísir/valliÓlafur: Það var alveg skítkalt hér í kvöld „Fótboltalega séð fannst mér þessi leikur bara ágætur, en veðrið var ekki gott og það var skítkalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið. „Þetta voru bara tvö mjög góð lið og hvorugt þeirra vildi taka mikla sénsa. Það var því ekki mikið um færi og því endaði leikurinn 0-0.“ Hann segir að lokasending leikmanna, þessi úrslitasending sem ræður til um hvort liðið fái gott færi eða ekki hafi ekki verið nægilega góð hjá liðinu í kvöld. „Bæði lið lágu mikið til baka og því var lítið um pláss fyrir aftan. Það er bara svona happa og glappa hvernig svona vítaspyrnukeppnir fara og ég er ekkert að svekkja mig á henni. En ég er ánægður með leik okkar í kvöld.“ Ólafur segir að liðið sé klárt í mótið og ætli sér stóra hluti í sumar.Rakel í leik með Blikum.Rakel: Aldrei þreytt að lyfta bikar „Það var bara fínt að spila þennan leik, smá vindur og auðvitað skítkalt en það getur gerst,“ segir Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn. „Mér fannst við byrja smá stressaðar á boltann, náum ekki að halda honum niðri og erum illa að spila honum á milli. Við erum með rosalega hraða kantmenn og það er okkar styrkur. Það kom lítið út úr þeim útaf vindinum.“ Hún segir að það verði aldrei þreytt að lyfta titli. „Mótið leggst bara mjög vel í mig. Við erum bara mjög vel undirbúnar og með svipaðan hóp og í fyrra. Við þekkjum hvor aðra mjög vel og hópnum hlakkar til að byrja. Við ætlum okkur að verja Íslandsmeistaratitilinn.“Vísir/ErnirSonný Lára Þráinsdóttir. markvörður Blika, fagnar sigri.Vísir/Ernir
Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira