Samtakamáttur lífeyrissjóðanna Bolli Héðinsson skrifar 20. apríl 2016 09:30 Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Þora lífeyrissjóðirnir að beita samtakamætti sínum? Sem meirihlutaeigendur í flestum stærri fyrirtækjum landsins gefst lífeyrissjóðum færi á að nýta þann mátt til framfara sem eignarhaldið færir þeim. Eins og til lífeyrissjóðanna er stofnað, sem sjóða til að tryggja launafólki lífeyri, þá hafa þeir skyldum að gegna þ. á m. að koma böndum á ofurlaun og kaupauka þeirra hálaunamanna sem þeir ráða til starfa í fyrirtækjum í eigu sjóðanna. Eins og málum háttar nú eru stjórnir fyrirtækjanna oftar en ekki leiksoppar heimaríkra stjórnenda sem ná sínu fram vegna samráðsleysis eigendanna, lífeyrissjóðanna. Launafólk býr við þær aðstæður að Samtök atvinnulífsins semja um kaup og kjör við launamenn. Þegar kemur að stjórnendum og möguleikum til að koma böndum á ofurlaun stjórnenda í fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða íslensks launafólks þá skortir aftur á móti allt samráð. Með „kjararáði“ væri verið að beita sömu aðferðum gagnvart stjórnendum og beitt er nú gagnvart venjulegu launafólki. „Kjararáð lífeyrissjóðanna“ gæti verið sjálfstæð nefnd sem lífeyrissjóðirnir stofnuðu til og starfaði með svipuðum hætti og hin opinbera kjaranefnd ríkisins starfar nú, sem ákvarðar kaup og kjör æðstu embættismanna ríkisins. Kjararáðið yrði einfaldlega tæki sem lífeyrissjóðunum byðist til að auðvelda samræmda launaákvörðun stjórnenda í fyrirtækjum í þeirra eigu. Eftir að bankar í eigu ríkisins voru hlutafélagavæddir um síðustu aldamót þá hófst strax sjálftaka stjórnenda þeirra. Þeir sem höfðu uppi mótbárur lyppuðust hins vegar fljótlega niður þegar stjórnendurnir sögðu „þetta tíðkast víða erlendis“! Þar með hófst sú veisla á kostnað þjóðarinnar, sem lauk svo eftirminnilega á haustdögum 2008. Fulltrúar vinnuveitenda í stjórnum sjóðanna hljóta að taka þessari hugmynd opnum örmum því þeir eru tilnefndir af samtökum sem bjóða launþegum einungis samræmdar launahækkanir. Þeir hljóta að taka því fagnandi að fá með kjararáðinu tæki upp í hendurnar til að láta sama ganga yfir stjórnendur og nú gildir um launþega. Sjálfsagt er að kjararáðið bjóði öðrum að færa sér í nyt þjónustu þess. Einboðið væri að Bankasýsla ríkisins notfærði sér þjónustu kjararáðsins sem leið til að brjótast út úr þeim vítahring launahækkana stjórnenda sem fyrirtæki lífeyrissjóðanna, Bankasýslunnar og fleiri eru föst í. Spurningin er munu eigendurnir (lífeyrissjóðirnir) þora að taka slaginn við ráðríka stjórnendur í þeim fyrirtækjum sem þeir eiga nú þegar og eiga eftir að eignast síðar?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun