Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN.
Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár.
„Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.
„Nei, nei, nei, nei, nei“
Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram.
Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu.
Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir.
„Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.
Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan.