Viðtal á CNN: Ólafur Ragnar segir þau Dorrit ekki tengjast aflandsfélögum á nokkurn hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 12:00 Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti forseta Íslands í tuttugu ár sem er Íslandsmet. Engar reglur gilda um hve lengi forseti geti setið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir muninn á langri setu sinni í embætti og einræðisherra sem hann hefur verið borinn saman við felast í því að forseti Íslands sé kjörinn í lýðræðislegu ferli. Raunar sé Ísland eitt elsta lýðræðisríki í heimi þar sem réttur bænda, sjómanna og annarra til að kjósa sér forseta sé sá sami. Þetta kom fram í viðtali Christiane Amanpour við Ólaf Ragnar á CNN. Ólafur Ragnar hefur sem kunnugt er hætt við að hætta sem forseti og gefur kost á sér í sjötta skiptið. Hann hefur gegnt embættinu í tuttugu ár. „Það er rétt. Þetta er ótrúlega langur tími,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtalinu. Undnafarna mánuði, sérstaklega undanfarnar vikur, hafi komið hávær krafa um „stöðugleika og reynslu“ og leitað til hans um að þjóna þóðinni áfram.„Nei, nei, nei, nei, nei“ Hann vísaði til ákvarðana sinna um að setja ákvarðanir í hendur þjóðarinnar í formi þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og hann gerði við neitun undirritunar fjölmiðlalaga og Icesave-samninga, og taldi fólk vilja geta treyst áfram á að fyrirkomulagið yrði þannig áfram. Þá sagði Ólafur Ragnar það skoðun sína að upplýsingarnar úr Panamalekanum ættu svo sannarlega erindi við almenning. Það væri í takt við breytta tíma og upplýsingarnar þörf áminning til sín og annarra um það umhverfi sem skapað hefði verið undanfarna áratugi í fjármálakerfinu. Forsetinn þvertók fyrir að hann eða fjölskylda hans hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nei, nei, nei, nei , nei,“ svaraði forsetinn. Hann hafði áður greint frá þessu í viðtali við Fréttablaðið á dögunum.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild að neðan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira