HK varð í gær Íslandsmeistari karla í blaki fimmta árið í röð eftir 3-2 sigur á KA í Fagralundi. HK vann einvígið 3-0.
Eftir tap í fyrstu tveimur leikjum einvígisins þurftu KA-menn nauðsynlega að vinna leikinn í gær og þeir byrjuðu betur.
Norðanmenn komust í 2-1 en HK-ingar unnu fjórðu hrinu afar sannfærandi, 25-9, og tryggðu sér svo sigurinn, og Íslandsmeistaratitilinn, með 15-11 sigri í oddahrinunni.
Fimmti titill HK í röð því staðreynd en liðið hefur alls níu sinnum orðið Íslandsmeistari.
HK Íslandsmeistari fimmta árið í röð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
