Forsetar Íslands í áranna rás: Senn ganga landsmenn að kjörborðinu Stefán Rafn Sigurjörnsson skrifar 23. apríl 2016 15:30 Senn ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti í sjötta sinn. Ólafur hefur verið umdeildur forseti enda hefur hann fetað ótroðnar slóðir í embætti. Fimm einstaklingar hafa gegnt embætti forseta Íslands og öll mótuðu þau embættið eftir eigin hugmyndum. Hér verður fjallað stuttlega um sögu embættisins. 1944 - 1952 Sveinn Björnsson: Sameiningartáknið íhlutunarsamaKjör fyrsta forseta Íslands var heldur frábrugðið því sem íslenskur almenningur þekkir í dag. Á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 var Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Íslands, kjörinn af alþingismönnum sem forseti Íslands til eins árs. Sveinn var þá þegar umdeildur stjórnmálamaður. Segja má að kosningin sjálf hafi ekki endurspeglað þann hátíðarbrag sem var á Þingvöllum þennan dag en Sveinn hlaut einungis 30 atkvæði þeirra 52 þingmanna sem þá sátu á Alþingi. Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, hlaut 5 atkvæði og 15 sátu hjá. Tveir þingmenn voru fjarverandi vegna veikinda. Í forsetatíð sinni beitti Sveinn þeim verkfærum sem forseta var heimilt samkvæmt stjórnarskrá en hann skipaði fyrstu og einu utanþingsstjórn sem starfað hefur á Íslandi undir forystu Björns Þórðarsonar árið 1942 í kjölfar stjórnarkreppu. Stjórnin fékk viðurnefnið Kóka-Kólastjórnin þar sem Björn var hluthafi í Vífilfelli.Sveinn Björnsson hafði gegnt embætti ríkisstjóra áður en hann tók við embætti forseta.Stjórnmálamönnum þótti Sveinn vera full íhlutunarsamur um stjórnarmyndanir, sér í lagi árin 1947 og 1950, en hann lét þingstyrk stjórnmálaflokka ekki endilega ráða för við úthlutun stjórnarmyndunarumboðs. Hvað málskotsrétt forseta varðar var Sveinn þeirrar skoðunar að honum ætti bara að beita í ýtrustu neyð. Tvívegis var lagt hart að honum að synja lögum um Keflavíkursamninginn og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu staðfestingar, þar gengu sósíalistar hvað harðast fram, en í hvorugt skiptið lét hann undan og meirihluti Alþingis réð för. Sveinn var þá mikill stuðningsmaður vestrænnar samvinnu en hans eini fundur með erlendum þjóðhöfðingja var með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1944. Sveinn er eini forseti Íslands látist hefur í embætti en hann féll frá eftir veikindi árið 1952. 1952 - 1968 Ásgeir Ásgeirsson: Völdin á bak við tjöldinEftir andlát Sveins Björnssonar rann upp fyrir almenningi og stjórnmálamönnum að senn færu í hönd fyrstu almennu forsetakosningarnar þar sem almenningur hefði lokaorðið. Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hugsuðu sér gott til glóðarinnar en strax byrjuðu stjórnmálamenn að hlutast til um hver væri verðugur arftaki Sveins. Ólafi Thors, sem þá var formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þótt Sveinn of íhlutunarsamur sem forseti og hann ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins vildi afskiptalausan forseta á Bessastaði.Forystumenn stjórnarflokka þess tíma, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sammæltust um að séra Bjarni Jónsson vígslubiskup yrði þeirra frambjóðandi. Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði unnið sér til frægðar að vera þingmaður Framsóknar og Alþýðuflokks, þingforseti og forsætisráðherra, lét stjórnarflokkana ekki draga úr sér kjark og lét slag standa. „Forsetaefni þjóðarinnar“ og „Fólkið velur forsetann“ voru fyrirsagnir í stuðningsriti Ásgeirs sem hefur vafalaust haft sín áhrif enda bar Ásgeir sigurorð af Bjarna í kosningunum, þó með litlum mun. Ásgeir, sem var einnig stuðningsmaður vestrænnar samvinnu, beitti sér gegn því að Alþýðubandalagið ætti aðild að ríkisstjórn og lýsti þeirri skoðun sinni við erlenda ráðamenn að hann væri andvígur stefnu vinstristjórnarinnar sem tók við völdum 1956 um að reka herinn af landi brott. Við stjórnarmyndun 1958 hlutaðist hann til um að Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, fengi ekki umboð til að gæða vinstristjórnina aftur lífi heldur greiddi Ásgeir götu þess að viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks yrði mynduð. Segja má að Ásgeir hafi verið kosinn sem forseti þjóðarinnar en á bak við tjöldin gekk hann erinda ákveðinna flokka. Ásgeir tilkynnti í nýársávarpi árið 1968 að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur sem forseti og ætla má að þaðan komi sú hefð að forseti greini frá fyrirætlunum sínum á kosningaári. 1968 - 1980 Kristján Eldjárn: Hlutleysið var öllu ofarÍ forsetakosningunum 1968 sigraði Kristján Eldjárn Gunnar Thoroddsen með yfirburðum. Segja má að lærdómurinn frá forsetakosningunum 1952 hafi verið lítill þar sem „fólkið kaus forsetann“. Gunnar Thoroddsen hafði sterka tengingu við Sjálfstæðisflokkinn og hafði þjónað sem borgarstjóri og ráðherra. Kristján Eldjárn var ótengdur stjórnmálunum og forystugreinar Morgunblaðsins, sem vöruðu við honum þar sem hann hafði verið á móti veru varnarliðsins á landinu, höfðu lítil áhrif. Í innsetningarræðu sinni árið 1968 var það ljóst að Kristján ætlaði sér ekki að hlutast til um stjórnmálin líkt og forverar hans. Kristján, sem var fyrrverandi þjóðminjavörður og hafði stýrt vinsælum þáttum í sjónvarpi um fornminjar, ætlaði sér vafalaust að verða menningarforseti.„Til Alþingis, sem þjóðin sjálf hefur kjörið, og þeirrar ríkisstjórnar, sem er í landinu á hverjum tíma, hlýtur þjóðin að líta sér til trausts og halds,“ sagði hann í innsetningarræðunni. Þó átti eftir að reyna á hlutskipti Kristjáns en á meðan hann sat sem forseti var mikið um óróa í hinum daglegu stjórnmálum á Íslandi. Mörgum er í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þingrof. Kristján Eldjárn kappkostaði að halda hlutleysi sínu og setti forsætisráðherra ekki stólinn fyrir dyrnar. Árið 1974 óskaði Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, eftir því að þing yrði rofið og varð Kristján við því. Erfiðar stjórnarmyndanir einkenndu forsetatíð Kristjáns og það reyndi á hlutverk hans sem ópólitísks forseta. Hann fylgdi skýrum reglum við úthlutun stjórnarmyndunarumboðs en eftir að alþýðuflokksmönnum og sjálfstæðismönnum tókst ekki að mynda ríkisstjórn veitti Kristján Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalags, stjórnarmyndunarumboð sem vakti mikla hneykslan hægrimanna í landinu, enda áttu sósíalistar að sitja utan ríkisstjórnar að þeirra mati. Árið 1980 lét hann af embætti forseta og lét þau orð falla í nýársávarpi að þrátt fyrir óvissutíma væri enginn maður ómissandi. „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi,“ sagði Kristján í sínu síðasta nýársávarpi. 1980 - 1996 Vigdís Finnbogadóttir: Kjörið sem komst á spjöld sögunnarKjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands vakti heimsathygli þar sem hún var fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörinn forseti. Í kosningabaráttu sinni lagði hún áherslu á „land, þjóð og tungu“ og virtist ætla að feta í fótspor Kristjáns Eldjárns sem ópólitískur menningarforseti. Margir reyndu að grafa undan framboði hennar. „Getur einstæð móðir verið forseti?“ spurðu margir auk þess sem pólitísk öfl reyndu að gera vinnu hennar fyrir samtök herstöðvaandstæðinga tortryggilega. En Vigdís sannaði það að einstæð móðir gat svo sannarlega verið forseti enda var hún farsæll forseti menningar og landkynningar. Hún lagði mikla áherslu á rækt tungumálsins og rækt landsins. Ljóst var að Vigdís ætlaði sér ekki að vera íhlutunarsamur forseti og heldur í þá skoðun enn í dag. „Forsetinn á ekki að hafa neitt vald, hann á að hafa áhrif en ekki vald. Hann á að hafa jákvæð áhrif og uppbyggileg áhrif en hann á ekki að vera í valdastússi. Við höfum þjóðkjörið þing til þess að leiða okkur áfram í stjórnmálum,“ sagði hún í viðtali við Ríkisútvarpið snemma árs 2014. Þó reyndi nokkrum sinnum á vald hennar sem forseta. Árið 1985 stóðu flugfreyjur í verkfalli og ríkisstjórnin hafði samþykkt lög um bann við verkfallinu. Það vildi svo til að samþykktina bar upp á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Vigdís harðneitaði að undirrita lögin strax þar sem henni þótti þau vanvirðing við konur heldur undirritaði hún þau að deginum loknum. Árið 1993 samþykkti Alþingi aðildarsamning Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu en það mál hafði verið mikið í umræðunni og klauf þjóðina. 34 þúsund undirskriftir söfnuðust þar sem skorað var á Vigdísi að synja lögunum staðfestingar. Hún varð ekki við þeirri áskorun sem að hennar sögn var henni afar erfitt en hún túlkaði það sem svo að það væri ekki hlutverk forseta að fara gegn valdi þingsins. Í þingsetningarræðu árið 1995 tilkynnti Vigdís að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur. Hún yfirgaf embætti sem farsæll forseti sem hafði náð að afreka það að stíga ekki út fyrir hinn ópólitíska ramma.1996 - 20?? Ólafur Ragnar Grímsson: Endurmótaði embættiðEftir 26 ár af forsetum sem hvorki komu af hinu pólitíska sviði né fóru á það í embætti sínu kom fram á sjónarsviðið gamalreyndur stjórnmálamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, sem hafði einungis örfáum árum áður verið afar umdeildur fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins. Ólafur vann kosningarnar nokkuð örugglega árið 1996 með 41,4 prósentum atkvæða. Hann atti kappi við þrjá mótherja. Fyrstu ár Ólafs í embætti voru ekki tíðindamikil enda var í landinu stöðug ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og almenn sátt virtist ríkja í þjóðfélaginu.Mun Ólafur halda áfram að feta ótroðnar slóðir nái hann endurkjöri í sumar?Ólafur braut blað í sögu embættisins árið 2004. Þá samþykkti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar umdeild lög sem takmörkuðu eignarhald á fjölmiðlum. Skoðanakannanir sýndu mikla andstöðu á meðal þjóðarinnar gagnvart frumvarpinu og mótmælt var fyrir utan Alþingi. Ólafur ákvað í kjölfarið að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar í fyrsta sinn í sögunni og synjaði lögunum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan leik endurtók Ólafur árið 2010 eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði samþykkt lög um samning um greiðslu skaðabóta til Hollands og Bretlands vegna Icesave-reikninganna svokölluðu. Söfnuðust 56 þúsund undirskriftir þar sem skorað var á Ólaf að synja lögunum staðfestingar. Aldrei áður höfðu safnast svo margar undirskriftir. Ólafur varð við því og var lögunum vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þau voru felld. Sama atburðarás endurtók sig ári síðar. Ólafur hefur setið lengst allra forseta eða í 20 ár. Í nýársávarpi sínu 2012 gaf hann það til kynna að hann hygðist leita á önnur mið í starfi en sagði síðar að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Hann sigraði í forsetakosningunum 2012 og hóf sitt fimmta kjörtímabil. Í ár endurtók hann leikinn en í nýársávarpi tók hann af allan vafa og sagðist ekki ætla að bjóða sig aftur fram. Nú í apríl snerist honum hugur og tilkynnti hann framboð sitt í sjötta sinn. Hann sagði óvissuna í samfélaginu og stjórnmálunum svo mikla að þjóðin þyrfti á ákveðinni kjölfestu að halda sem embætti forseta fæli í sér. Nokkrum dögum áður stóð ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar höllum fæti og Sigmundur hafði leitað til Ólafs til að samþykkja þingrof og kosningar. Ólíkt því sem Kristján Eldjárn gerði árið 1974 hafnaði Ólafur beiðni Sigmundar sem sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið. Þegar Ólafur tilkynnti um framboð sitt nefndi hann einnig þá óvissu sem gæti einkennt stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu þingkosningar. Ólíkt mörgum fyrirrennurum Ólafs hafa erfiðar stjórnarmyndunarviðræður ekki einkennt forsetatíð hans. Stjórnmálaflokkarnir hafa oftast verið fljótir að leysa úr sínum málum á krísutímum og gjarnan starfað með sterkan þingmeirihluta. Framtíðin ein ber í skauti sér hvort að Ólafur nái endurkjöri og kjósi jafnvel að feta nýjar slóðir við stjórnarmyndanir á Íslandi líkt og hann hefur gert á svo mörgum öðrum sviðum. Forsetakosningar 2016 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Senn ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðið að gefa kost á sér sem forseti í sjötta sinn. Ólafur hefur verið umdeildur forseti enda hefur hann fetað ótroðnar slóðir í embætti. Fimm einstaklingar hafa gegnt embætti forseta Íslands og öll mótuðu þau embættið eftir eigin hugmyndum. Hér verður fjallað stuttlega um sögu embættisins. 1944 - 1952 Sveinn Björnsson: Sameiningartáknið íhlutunarsamaKjör fyrsta forseta Íslands var heldur frábrugðið því sem íslenskur almenningur þekkir í dag. Á lýðveldishátíðinni 17. júní 1944 var Sveinn Björnsson, ríkisstjóri Íslands, kjörinn af alþingismönnum sem forseti Íslands til eins árs. Sveinn var þá þegar umdeildur stjórnmálamaður. Segja má að kosningin sjálf hafi ekki endurspeglað þann hátíðarbrag sem var á Þingvöllum þennan dag en Sveinn hlaut einungis 30 atkvæði þeirra 52 þingmanna sem þá sátu á Alþingi. Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, hlaut 5 atkvæði og 15 sátu hjá. Tveir þingmenn voru fjarverandi vegna veikinda. Í forsetatíð sinni beitti Sveinn þeim verkfærum sem forseta var heimilt samkvæmt stjórnarskrá en hann skipaði fyrstu og einu utanþingsstjórn sem starfað hefur á Íslandi undir forystu Björns Þórðarsonar árið 1942 í kjölfar stjórnarkreppu. Stjórnin fékk viðurnefnið Kóka-Kólastjórnin þar sem Björn var hluthafi í Vífilfelli.Sveinn Björnsson hafði gegnt embætti ríkisstjóra áður en hann tók við embætti forseta.Stjórnmálamönnum þótti Sveinn vera full íhlutunarsamur um stjórnarmyndanir, sér í lagi árin 1947 og 1950, en hann lét þingstyrk stjórnmálaflokka ekki endilega ráða för við úthlutun stjórnarmyndunarumboðs. Hvað málskotsrétt forseta varðar var Sveinn þeirrar skoðunar að honum ætti bara að beita í ýtrustu neyð. Tvívegis var lagt hart að honum að synja lögum um Keflavíkursamninginn og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu staðfestingar, þar gengu sósíalistar hvað harðast fram, en í hvorugt skiptið lét hann undan og meirihluti Alþingis réð för. Sveinn var þá mikill stuðningsmaður vestrænnar samvinnu en hans eini fundur með erlendum þjóðhöfðingja var með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1944. Sveinn er eini forseti Íslands látist hefur í embætti en hann féll frá eftir veikindi árið 1952. 1952 - 1968 Ásgeir Ásgeirsson: Völdin á bak við tjöldinEftir andlát Sveins Björnssonar rann upp fyrir almenningi og stjórnmálamönnum að senn færu í hönd fyrstu almennu forsetakosningarnar þar sem almenningur hefði lokaorðið. Stjórnmálaflokkarnir á Alþingi hugsuðu sér gott til glóðarinnar en strax byrjuðu stjórnmálamenn að hlutast til um hver væri verðugur arftaki Sveins. Ólafi Thors, sem þá var formaður Sjálfstæðisflokksins, hafði þótt Sveinn of íhlutunarsamur sem forseti og hann ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins vildi afskiptalausan forseta á Bessastaði.Forystumenn stjórnarflokka þess tíma, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sammæltust um að séra Bjarni Jónsson vígslubiskup yrði þeirra frambjóðandi. Ásgeir Ásgeirsson, sem hafði unnið sér til frægðar að vera þingmaður Framsóknar og Alþýðuflokks, þingforseti og forsætisráðherra, lét stjórnarflokkana ekki draga úr sér kjark og lét slag standa. „Forsetaefni þjóðarinnar“ og „Fólkið velur forsetann“ voru fyrirsagnir í stuðningsriti Ásgeirs sem hefur vafalaust haft sín áhrif enda bar Ásgeir sigurorð af Bjarna í kosningunum, þó með litlum mun. Ásgeir, sem var einnig stuðningsmaður vestrænnar samvinnu, beitti sér gegn því að Alþýðubandalagið ætti aðild að ríkisstjórn og lýsti þeirri skoðun sinni við erlenda ráðamenn að hann væri andvígur stefnu vinstristjórnarinnar sem tók við völdum 1956 um að reka herinn af landi brott. Við stjórnarmyndun 1958 hlutaðist hann til um að Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, fengi ekki umboð til að gæða vinstristjórnina aftur lífi heldur greiddi Ásgeir götu þess að viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks yrði mynduð. Segja má að Ásgeir hafi verið kosinn sem forseti þjóðarinnar en á bak við tjöldin gekk hann erinda ákveðinna flokka. Ásgeir tilkynnti í nýársávarpi árið 1968 að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur sem forseti og ætla má að þaðan komi sú hefð að forseti greini frá fyrirætlunum sínum á kosningaári. 1968 - 1980 Kristján Eldjárn: Hlutleysið var öllu ofarÍ forsetakosningunum 1968 sigraði Kristján Eldjárn Gunnar Thoroddsen með yfirburðum. Segja má að lærdómurinn frá forsetakosningunum 1952 hafi verið lítill þar sem „fólkið kaus forsetann“. Gunnar Thoroddsen hafði sterka tengingu við Sjálfstæðisflokkinn og hafði þjónað sem borgarstjóri og ráðherra. Kristján Eldjárn var ótengdur stjórnmálunum og forystugreinar Morgunblaðsins, sem vöruðu við honum þar sem hann hafði verið á móti veru varnarliðsins á landinu, höfðu lítil áhrif. Í innsetningarræðu sinni árið 1968 var það ljóst að Kristján ætlaði sér ekki að hlutast til um stjórnmálin líkt og forverar hans. Kristján, sem var fyrrverandi þjóðminjavörður og hafði stýrt vinsælum þáttum í sjónvarpi um fornminjar, ætlaði sér vafalaust að verða menningarforseti.„Til Alþingis, sem þjóðin sjálf hefur kjörið, og þeirrar ríkisstjórnar, sem er í landinu á hverjum tíma, hlýtur þjóðin að líta sér til trausts og halds,“ sagði hann í innsetningarræðunni. Þó átti eftir að reyna á hlutskipti Kristjáns en á meðan hann sat sem forseti var mikið um óróa í hinum daglegu stjórnmálum á Íslandi. Mörgum er í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um þingrof. Kristján Eldjárn kappkostaði að halda hlutleysi sínu og setti forsætisráðherra ekki stólinn fyrir dyrnar. Árið 1974 óskaði Ólafur Jóhannesson, þáverandi forsætisráðherra, eftir því að þing yrði rofið og varð Kristján við því. Erfiðar stjórnarmyndanir einkenndu forsetatíð Kristjáns og það reyndi á hlutverk hans sem ópólitísks forseta. Hann fylgdi skýrum reglum við úthlutun stjórnarmyndunarumboðs en eftir að alþýðuflokksmönnum og sjálfstæðismönnum tókst ekki að mynda ríkisstjórn veitti Kristján Lúðvík Jósepssyni, formanni Alþýðubandalags, stjórnarmyndunarumboð sem vakti mikla hneykslan hægrimanna í landinu, enda áttu sósíalistar að sitja utan ríkisstjórnar að þeirra mati. Árið 1980 lét hann af embætti forseta og lét þau orð falla í nýársávarpi að þrátt fyrir óvissutíma væri enginn maður ómissandi. „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi,“ sagði Kristján í sínu síðasta nýársávarpi. 1980 - 1996 Vigdís Finnbogadóttir: Kjörið sem komst á spjöld sögunnarKjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands vakti heimsathygli þar sem hún var fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörinn forseti. Í kosningabaráttu sinni lagði hún áherslu á „land, þjóð og tungu“ og virtist ætla að feta í fótspor Kristjáns Eldjárns sem ópólitískur menningarforseti. Margir reyndu að grafa undan framboði hennar. „Getur einstæð móðir verið forseti?“ spurðu margir auk þess sem pólitísk öfl reyndu að gera vinnu hennar fyrir samtök herstöðvaandstæðinga tortryggilega. En Vigdís sannaði það að einstæð móðir gat svo sannarlega verið forseti enda var hún farsæll forseti menningar og landkynningar. Hún lagði mikla áherslu á rækt tungumálsins og rækt landsins. Ljóst var að Vigdís ætlaði sér ekki að vera íhlutunarsamur forseti og heldur í þá skoðun enn í dag. „Forsetinn á ekki að hafa neitt vald, hann á að hafa áhrif en ekki vald. Hann á að hafa jákvæð áhrif og uppbyggileg áhrif en hann á ekki að vera í valdastússi. Við höfum þjóðkjörið þing til þess að leiða okkur áfram í stjórnmálum,“ sagði hún í viðtali við Ríkisútvarpið snemma árs 2014. Þó reyndi nokkrum sinnum á vald hennar sem forseta. Árið 1985 stóðu flugfreyjur í verkfalli og ríkisstjórnin hafði samþykkt lög um bann við verkfallinu. Það vildi svo til að samþykktina bar upp á tíu ára afmæli kvennafrídagsins. Vigdís harðneitaði að undirrita lögin strax þar sem henni þótti þau vanvirðing við konur heldur undirritaði hún þau að deginum loknum. Árið 1993 samþykkti Alþingi aðildarsamning Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu en það mál hafði verið mikið í umræðunni og klauf þjóðina. 34 þúsund undirskriftir söfnuðust þar sem skorað var á Vigdísi að synja lögunum staðfestingar. Hún varð ekki við þeirri áskorun sem að hennar sögn var henni afar erfitt en hún túlkaði það sem svo að það væri ekki hlutverk forseta að fara gegn valdi þingsins. Í þingsetningarræðu árið 1995 tilkynnti Vigdís að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur. Hún yfirgaf embætti sem farsæll forseti sem hafði náð að afreka það að stíga ekki út fyrir hinn ópólitíska ramma.1996 - 20?? Ólafur Ragnar Grímsson: Endurmótaði embættiðEftir 26 ár af forsetum sem hvorki komu af hinu pólitíska sviði né fóru á það í embætti sínu kom fram á sjónarsviðið gamalreyndur stjórnmálamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, sem hafði einungis örfáum árum áður verið afar umdeildur fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins. Ólafur vann kosningarnar nokkuð örugglega árið 1996 með 41,4 prósentum atkvæða. Hann atti kappi við þrjá mótherja. Fyrstu ár Ólafs í embætti voru ekki tíðindamikil enda var í landinu stöðug ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins og almenn sátt virtist ríkja í þjóðfélaginu.Mun Ólafur halda áfram að feta ótroðnar slóðir nái hann endurkjöri í sumar?Ólafur braut blað í sögu embættisins árið 2004. Þá samþykkti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar umdeild lög sem takmörkuðu eignarhald á fjölmiðlum. Skoðanakannanir sýndu mikla andstöðu á meðal þjóðarinnar gagnvart frumvarpinu og mótmælt var fyrir utan Alþingi. Ólafur ákvað í kjölfarið að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar í fyrsta sinn í sögunni og synjaði lögunum staðfestingar og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þennan leik endurtók Ólafur árið 2010 eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði samþykkt lög um samning um greiðslu skaðabóta til Hollands og Bretlands vegna Icesave-reikninganna svokölluðu. Söfnuðust 56 þúsund undirskriftir þar sem skorað var á Ólaf að synja lögunum staðfestingar. Aldrei áður höfðu safnast svo margar undirskriftir. Ólafur varð við því og var lögunum vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þau voru felld. Sama atburðarás endurtók sig ári síðar. Ólafur hefur setið lengst allra forseta eða í 20 ár. Í nýársávarpi sínu 2012 gaf hann það til kynna að hann hygðist leita á önnur mið í starfi en sagði síðar að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Hann sigraði í forsetakosningunum 2012 og hóf sitt fimmta kjörtímabil. Í ár endurtók hann leikinn en í nýársávarpi tók hann af allan vafa og sagðist ekki ætla að bjóða sig aftur fram. Nú í apríl snerist honum hugur og tilkynnti hann framboð sitt í sjötta sinn. Hann sagði óvissuna í samfélaginu og stjórnmálunum svo mikla að þjóðin þyrfti á ákveðinni kjölfestu að halda sem embætti forseta fæli í sér. Nokkrum dögum áður stóð ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar höllum fæti og Sigmundur hafði leitað til Ólafs til að samþykkja þingrof og kosningar. Ólíkt því sem Kristján Eldjárn gerði árið 1974 hafnaði Ólafur beiðni Sigmundar sem sagði af sér sem forsætisráðherra í kjölfarið. Þegar Ólafur tilkynnti um framboð sitt nefndi hann einnig þá óvissu sem gæti einkennt stjórnarmyndunarviðræður eftir næstu þingkosningar. Ólíkt mörgum fyrirrennurum Ólafs hafa erfiðar stjórnarmyndunarviðræður ekki einkennt forsetatíð hans. Stjórnmálaflokkarnir hafa oftast verið fljótir að leysa úr sínum málum á krísutímum og gjarnan starfað með sterkan þingmeirihluta. Framtíðin ein ber í skauti sér hvort að Ólafur nái endurkjöri og kjósi jafnvel að feta nýjar slóðir við stjórnarmyndanir á Íslandi líkt og hann hefur gert á svo mörgum öðrum sviðum.
Forsetakosningar 2016 Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira