Ný greining lýsir bjartsýni um stórar olíulindir á Drekasvæði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. apríl 2016 18:45 Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Niðurstöður rannsókna á Drekasvæðinu, sem kynntar voru á fundi sérleyfishafa í dag, lýsa bjartsýni um að þar sé bæði að finna stórar og meðalstórar olíulindir. Sérleyfishópur undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC hyggst færa olíuleitina yfir á næsta stig með það að markmiði að boranir hefjist eftir fjögur ár. Fyrsti olíuleitarleiðangur í lögsögu Íslands á vegum sérleyfishafa fór frá Reyðarfirði síðastliðið haust á tveimur skipum með alls um sjötíu manns um borð. Leiðangurinn var til að afla nánari upplýsinga um jarðlög Drekasvæðisins með tvívíðum bergmálsmælingum og var undir forystu kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. Rannsóknarskipið sem var á Drekasvæðinu í september síðastliðinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Með þeim í sérleyfinu eru norska ríkisolíufélagið Petoro og íslenska félagið Eykon. Hinn sérleyfishópurinn, undir forystu kanadíska félagsins Ithaca, áformar svo að hefjast handa í sumar með samsvarandi rannsókn. Fulltrúar CNOOC-hópsins hittust hins vegar í Reykjavík í dag til að fara yfir stöðu olíuleitarinnar og sátu fulltrúar Orkustofnunar einnig fundinn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Þar voru kynntar nýjar greiningar á eldri hljóðbylgjumælingum sem benda til að svokallað móðurberg sé í miklum mæli á Drekasvæðinu og einnig svokallað geymsluberg en þetta eru helstu forsendur þess að þar geti olía hafa myndast og varðveist. Fundurinn fór fram á Center hótel við Aðalstræti en fulltrúar sérleyfishópsins fengust ekki í viðtal að honum loknum um niðurstöðurnar. Fulltrúi Eykons sagði fréttastofu þó að þær nýju upplýsingar, sem kynntar voru í dag, gæfu tilefni til bjartsýni um að á Drekasvæðinu fyndust bæði stórar og meðalstórar olíulindir. Þetta þýðir að olíuleitin heldur áfram samkvæmt rannsóknaráætlun. Búist er við að fyrir áramót liggi fyrir nánari greiningar. Jafnframt er byrjað að undirbúa svokallaðar þrívíðar bergmálsmælingar, sem eru forsendur olíuborana, en stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, kynnti síðastliðið haust áætlun um að bora þrjár holur. „Þá fyrstu árið 2020, aðra 2022 og þá þriðju 2023. Þannig að við erum væntanlega upp úr 2018-2019 að fara að skipuleggja borunina,“ sagði Heiðar í viðtali þann 2. september sl. Eftir fundinn í dag er ljóst að þau áform standa óbreytt. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons, við olíuleitarskipið á Reyðarfirði í haust.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45 Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00 Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Vonast til að olíuleitin byggi upp gróskumikið atvinnulíf Fyrirtæki hefur verið stofnað á Reyðarfirði um þjónustumiðstöð fyrir olíuiðnað. 3. september 2015 22:45
Afturköllun sérleyfa gæti kallað á skaðabótakröfur Íslenska ríkið gæti búist við skaðabótakröfum, ef hætt yrði við olíuleit á Drekasvæðinu, að mati orkumálastjóra. 14. desember 2015 19:00
Olíuleitarleiðangur á Drekasvæðið í vor Kanadíska olíufélagið Íþaka hefur samið við norskt olíurannsóknafyrirtæki um að senda leitarleiðangur á Drekasvæðið í sumarbyrjun. 2. apríl 2016 19:00
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45