Guðni lætur tímann vinna með sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2016 15:23 Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta Íslands en býst við því að gefa svar fyrr en seinna. Hann hefur boðað til fundar í Snorrastofu í Reykholti í kvöld þar sem hann mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Forsetar Íslands að fornu og nýju. Átök og álitamál.“ Aðspurður segist Guðni ekki ætla að gefa neitt upp um mögulegt framboð í kvöld; hann sé einungis að fara að tala um bók um forsetaembættið sem hann er að leggja lokahönd á en hann hefur meðal annars setið við skriftir uppi í Reykholti. Guðni segist ekki vera að láta gera neina könnun um stuðning við mögulegt framboð, en segist vita „af fólki sem er að gera könnun.“ „Kannanir eru góður þjónn en harður húsbóndi. Menn geta aldrei látið kannanir ráða því sem þeir ákveða þó ekki nema vegna þess að þær segja ekki til um hug fólks í framtíðinni,“ segir Guðni í samtali við Vísi.En ertu að bíða eftir niðurstöðum úr slíkri könnun? „Nei, ég er ekki að bíða eftir því. Ég er bara að láta tímann vinna með mér, það liggur ekkert á. Það var nú í forsetakjörinu 1996 sem Ólafur Ragnar lá undir feldi mánuðum saman og nánir samstarfsmenn hans ítrekuðu að hann tæki aldrei ákvarðanir í skyndingu,“ segir Guðni.Ert þú þannig maður, tekur aldrei ákvarðanir í skyndingu? „Ég get ákveðið mig á svipstundu ef þarf en hafi ég tíma nýti ég hann eins og allir skynsamir menn, Ólafur Ragnar þar meðtalinn,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58 Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um forsetaframboð en var nánast ákveðinn í að gera það rétt áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um endurframboð sitt. 24. apríl 2016 10:58
Guðni er enn að íhuga framboð: Segist ekki kunna við klækjabrögð Ólafs „Veit ég var búinn að lofa að koma undan feldi í sumarbyrjun en það fyrsta sem ég sá þegar ég gægðist út var Ólafur Ragnar Grímsson.“ 21. apríl 2016 13:34