Segir mál Davids Cameron líkjast meira máli Bjarna Benediktssonar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. apríl 2016 16:34 Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent