Segir mál Davids Cameron líkjast meira máli Bjarna Benediktssonar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. apríl 2016 16:34 Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur ólíklegt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segi af sér vegna upplýsinga sem koma fram í Panama-skjölunum um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög í skattaskjólum. Mál hans líkist máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra meira en máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Cameron hefur verið undir miklum þrýstingi síðan Panama-skjölin voru birt síðastliðinn sunnudag. Þúsundir mótmæltu á götum úti í London í gær og kröfðust þess að hann segði af sér. Auk þess sem fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um tengsl fjölskyldu hans við aflandsfélög.Sjá einnig: Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjumEiríkur Bergmann. Vísir/Hörður SveinssonEiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíklegt að breski ráðherrann muni segja af sér. „Ekkert af því sem enn hefur gerst bendir til þess að hann muni segja af sér. Hann er náttúrlega líka í þeirri stöðu að hann hefur lýst því yfir að hann æski ekki endurkjörs. Þannig að hann er ekki í neinni þannig stöðu. Það er heldur ekki þannig að hans eigin flokksfélagar séu að kalla eftir því né stjórnarandstaðan ekkert sérstaklega ákaft heldur. Þetta er miklu frekar það að hann stendur veikari eftir sem forsætisráðherra Bretlands heldur hann hefur gert hingað til. En á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að hann ætli að víkja eða að hann verði neyddur til þess,“ segir Eiríkur. Hann segir mál Camerons töluvert ólíkt máli Sigmundar Davíðs og eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. „Þau eru auðvitað töluvert mikið frábrugðin. Breski forsætisráðherrann er ekki sakaður um að það hafi verið óeðlileg hagsmunatengsl eða neitt því um líkt. Umfangið er líka töluvert mikið minna. Sumpart er þetta kannski miklu svipaðra stöðu fjármálaráðherrans hér hjá okkur. Það er nær hans stöðu heldur en forsætisráðherrans okkar. Þannig að það er auðvitað eðlis ólíkt.“ Cameron hefur nú birt skattframtöl sín til að sýna fram á að hann hafi ekkert að fela og að hann hafi ekki skotið undan skatti. Spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eigi að grípa til svipaðra aðgerða til að endurheimta traust almennings segist Eiríkur ekki ætla að veita honum nein sérstök ráð. „Hann verður að finna út úr því sjálfur. Og auðvitað er það spursmál hversu langt eigi að ganga í upplýsingagjöf um einkamálefni fólks. Það er greinilega komin upp krafa um að stjórnmálamenn opinberi upplýsingar í ríkari mæli heldur en ætlast er til af almenningi og það krefst alveg sérstakrar umræðu hversu langt við eigum að ganga í þeim efnum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24 Krefjast afsagnar Cameron Mótmælt að íslenskri fyrirmynd. 9. apríl 2016 12:07 Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15 Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Mótmæla við Downing stræti 10 að íslenskri fyrirmynd „Íslendingar sættu sig ekki við spilltan forsætisráðherra og við ættum ekki að gera það heldur.“ 8. apríl 2016 11:24
Cameron stendur höllum fæti vegna mótmælanna á Íslandi Þúsundir mótmælenda komu saman í Lundúnum í dag til að krefjast afsagnar David Cameron forsætisráðherra landsins vegna tengsla hans við skattaskjól. Stjórnmálafræði-prófessor segir Cameron standa höllum fæti í Bretlandi vegna atburða síðustu daga og mótmælanna á Íslandi. 9. apríl 2016 19:15
Móðir Camerons gaf honum 200 þúsund pund Hefur opinberað skattframtöl sín eftir að hafa verið sakaður um að hafa svikið undan skatti. 10. apríl 2016 11:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels