Óljós dagskrá þingfunda næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. apríl 2016 10:30 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag þegar hún tók við völdum. Vísir/Anton Brink Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði. Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Þingflokksfundadagur er á Alþingi í dag og er það samkvæmt starfsáætlun þingsins en klukkan 11 munu þingflokksformenn funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins. Á vef Alþingis kemur fram að næsti þingfundur verði á morgun en að sögn Einars liggur ekki fyrir hvað verði þá á dagskrá. Það ætti að skýrast í dag en eins og venjulega á þirðjudögum mun fundurinnar hefjast klukkan 13:30. Eins og kunnugt er tók ný ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks við síðastliðinn fimmtudag en stefna hennar byggir á stjórnarsáttmála sömu flokka sem undirritaður var snemmsumars 2013 þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, tók við völdum. Ljóst er að núverandi ríkisstjórn, með Sigurð Inga Jóhannasson, forsætisráðherra, í broddi fylkingar þarf að setja ákveðin mál í forgang ef stjórnarflokkarnir hyggjast standa við yfirlýsingar um að boða til kosninga í haust. Ef marka má orð Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er losun fjármagnshafta efst á forgangslistanum en önnur mál sem lögð verður áhersla á eru húsnæðismál, heilbrigðismál og verðtryggingin. Leiða má líkur að því að ríkisstjórnin þurfi að ræða við stjórnarandstöðuna og komast að samkomulagi við hana um að greiða götu ákveðinna mála í þinginu á næstu vikum og mánuðum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um að setjast niður og fara yfir þessi mál. Hún segir að stjórnarandstaðan leggi megináherslu á að fá tvo hluti á hreint, annars vegar það hvenær þingkosningar eigi að fara hér fram og hins vegar hver málalisti nýrrar ríkisstjórnar verði.
Alþingi Tengdar fréttir Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38 Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Ekki tímabært að ákveða kjördag Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. 10. apríl 2016 18:38
Kynna jafnvel fjárlög fyrir kosningar Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman í Valhöll í gær í framhaldi af nýju stjórnarsamstarfi þar sem farið var yfir aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar og framhaldið rætt. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur koma til álita að kynna frumvarp til fjárlaga í haust og ganga síðan til kosninga. 11. apríl 2016 07:00