Enski boltinn

De Bruyne aðalmaðurinn í forsíðuleikjum ensku blaðanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skiptið eftir 1-0 sigur í seinni leiknum á móti frönsku meisturunum í Paris Saint Germain.

Kevin de Bruyne skoraði eina mark leiksins á Ethiad-leikvanginum en það hefur munað mikið um það fyrir lið Manchester City að fá belgíska landsliðsmanninn aftur inn eftir meiðsli.

De Bruyne er líka aðalmaðurinn í forsíðuleikjum ensku blaðanna sem þykir ekkert leiðinlegt að láta hugmyndaflugið leika lausum hala á forsíðum sínum.,

The Daily Mail sló upp „Special K" til heiðurs Kevin de Bruyne, The Sun nýtti sér millinafn hans í fyrirsögninni „Simply de Best" og hjá Metro Sport er fyrirsögnin „Special Bru" til heiðurs Belgans og belgíska bjórsins.

Kevin de Bruyne skoraði í báðum leikjunum á móti Paris Saint Germain en hann var ekkert með í sextán liða úrslitunum á móti Dynamo Kiev og missti alls af tveimur mánuðum vegna hnémeiðsla.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar forsíður frá morgninum með Kevin de Bruyne í aðalhlutverki. Það er síðan hægt að sjá sigurmark Kevin de Bruyne í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×