Gleymd stefna um einföldun regluverks atvinnulífsins? Ólafur Stephensen skrifar 14. apríl 2016 07:00 Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar byggir stefnu sína á stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks frá því vorið 2013. Þar var sérstaklega kveðið á um einföldun regluverks atvinnulífsins í þágu vaxtar, fjárfestingar og atvinnusköpunar. Um þetta segir meðal annars í stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með einföldun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Þannig munu heildaráhrif regluverksins þróast í rétta átt.“ Þetta er góð stefna, en því miður hefur lítil vinna verið lögð í að hrinda henni í framkvæmd. Endurskoðun regluverksins sem íslenzk fyrirtæki vinna eftir er að minnsta kosti enn sem komið er ákaflega takmörkuð. Öllu verra er að oft er eins og þátttakendum í löggjafarstarfi stjórnvalda hafi ekki verið sagt frá þessari stefnu ríkisstjórnarinnar, eða að þeir séu þá búnir að gleyma henni. Þetta er sérstaklega áberandi við innleiðingu nýrra reglna sem hafa bætzt við EES-samninginn. Árum saman hefur verið bent á að við innleiðingu tilskipana Evrópusambandsins í íslenzkan rétt sé svigrúmið til að taka mið af íslenzkum aðstæðum oft ekki nýtt sem skyldi. Staðreyndin er nefnilega að aðildarríki EES hafa oft og iðulega talsverða möguleika til að laga Evrópulöggjöfina að eigin þörfum og kringumstæðum. Nýleg dæmi sýna að við undirbúning löggjafar í Stjórnarráði Íslands er sveigjanleikinn nýttur – en þá til þess að setja meira íþyngjandi reglur fyrir íslenzk fyrirtæki en Evróputilskipanirnar krefjast. Tökum tvö slík dæmi, sem sýna hvernig stjórnsýslan virðist ekki hafa frétt af stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins.Af hverju þurfti að fækka örfélögum? Viðskipta- og iðnaðarráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp sem innleiðir tilskipun Evrópusambandsins um ársreikninga. Við samningu frumvarpsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu var skilgreining á svokölluðu örfélagi þrengd frá því sem Evróputilskipunin kveður á um. Ef viðmið tilskipunarinnar hefðu fengið að standa óbreytt hefðu 90% fyrirtækja á Íslandi fallið undir skilgreininguna á örfélögum, en ráðuneytinu þótti við hæfi að aðeins um 80% fyrirtækja teldust örfélög. Hvers vegna er ekki útskýrt í greinargerð frumvarpsins. Með innleiðingu tilskipunarinnar er verið að einfalda mjög kröfur til ársreikningaskila og endurskoðunar ársreikninga hjá örfélögum og draga úr kostnaði og umstangi, sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir atvinnulífið. Hins vegar þýðir þessi ákvörðun ráðuneytisins um að þrengja skilgreininguna þá líka að óþarfa kostnaður og fyrirhöfn er lögð á 10% íslenzkra fyrirtækja. Enginn hefur enn útskýrt af hverju það er nauðsynlegt.Þrengt að auglýsingum lyfjafyrirtækja Annað dæmi er af nýlegum drögum að frumvarpi til nýrra lyfjalaga, sem samin voru af nefnd á vegum velferðarráðuneytisins. Ýmis ákvæði frumvarpsdraganna eru mun meira íþyngjandi en Evróputilskipunin sem átti að innleiða með lögunum. Miklu þrengri skorður eru settar við lyfjaauglýsingum en tilskipunin kveður á um og sömuleiðis við dreifingu lyfjafyrirtækja á sýnishornum af vöru sinni. Nefndin sem samdi frumvarpið hefur fallizt á athugasemdir Félags atvinnurekenda um að of þröngar skorður séu settar við afhendingu lyfjasýnishorna en ekkert hefur frétzt af því hvort ráðuneytið hyggst áfram leggja til við Alþingi að mun harðari reglur gildi um lyfjaauglýsingar hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum.Í verkahring forsætisráðherrans Mörg fleiri dæmi væri hægt að tína til úr starfi stjórnarráðsins við að undirbúa innleiðingu á Evrópureglum í íslenzk lög. Um þau öll má segja að hægri höndin virðist ekki vita hvað sú vinstri gerir. Þeir sem hafa fengið það verkefni að innleiða reglur EES virðast telja sig hafa umboð til að gera það með íþyngjandi hætti fyrir íslenzk fyrirtæki, þrátt fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks atvinnulífsins – og þrátt fyrir áherzlu að minnsta kosti sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar á að Evróputilskipanir séu innleiddar með „mildum“ hætti. Getur verið að embættismennirnir sem fá það verkefni að semja lagafrumvörpin séu með aðra stefnu en hinir kjörnu fulltrúar? Nýr forsætisráðherra hefur vafalaust í mörg horn að líta, en það á að vera í hans verkahring að vinda ofan af þessari þróun og tryggja að við undirbúning löggjafar sé stefnunni um einföldun regluverks atvinnulífsins fylgt í raun.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar