Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Sveinn Arnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Hvalaskoðunarferðir er gífurlega stór iðnaður á Húsavík og um 80 þúsund ferðamenn koma ár hvert á Húsavík í tengslum við hvali. Mynd/GentleGiants Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Skipstjórar og eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um leyfi til farþegaflutninga með skipum, siglingalögum, lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna. Er þeim gefið að sök að hafa ítrekað á árinu 2015 verið með fleiri farþega á opnum harðskeljabátum en þeir hafa leyfi til. Lögmaður fyrirtækisins segir ákærurnar byggðar á misskilningi. Landhelgisgæslan fer með eftirlit með skipum í lögsögu Íslands og fer reglulega í skoðunarferðir til að athuga ferðir hvalaskoðunarbáta. Í ákærum sem hafa verið birt fjórum starfsmönnum Gentle Giants, þremur skipstjórum og framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er þeim gefið að sök að hafa á tímabilinu 24. til 28. júlí í fyrra siglt fimm sinnum úr Húsavíkurhöfn með of marga farþega. Samkvæmt ákærum hefur fyrirtækið aðeins leyfi til að flytja tólf farþega í opnum skeljabátum, svokölluðum RIB-bátum, en farþegar voru á þessu tímabili 18 til 22. Einnig er ákært í einu tilviki, 20. september 2015, þar sem skipstjóri var með 13 farþega, engan vélavörð og engin skipsskjöl meðferðis.Daníel Isebarn, lögmaður Gentle GiantsDaníel Isebarn, lögmaður Gentle Giants, segir þessar ákærur byggðar á misskilningi. Málið eigi sér langan aðdraganda. „Fyrir það fyrsta, þá eru tilvísanir í ákærunum ekki réttar og byggðar á misskilningi. Hér er um tvo báta að ræða sem báðir geta flutt 24 farþega. Þessir bátar eru með þeim öruggustu sem um getur. Að öðru leyti er ekki tímabært að tjá sig frekar um þetta mál eða reka það í fjölmiðlum,“ segir Daníel. Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða RIB-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sættu félögin sig ekki við árið 2013 og þóttu að sér þrengt. Af þeim sökum gáfu fyrirtækin út yfirlýsingu í júlí 2013 um að bátar í þeirra eigu yrðu ekki til taks við björgunaraðgerðir til að reyna að þrýsta á um reglugerðarbreytingu. Ár er síðan eldur kom upp í hvalaskoðunarbáti fyrirtækisins, Faldi, en á þeim tíma voru 24 farþegar um borð. Sá bátur er gamall eikarbátur sem hefur leyfi fyrir mun fleiri ferðamönnum en opnu skeljabátarnir sem ákæran beinist að. Ríflega 80 þúsund manns fara í hvalaskoðun á Húsavík á hverju ári og bjóða fjögur fyrirtæki á svæðinu upp á áætlunarferðir í hvalaskoðun. Húsavík hefur getið sér gott orð sem góður hvalaskoðunarstaður á heimsvísu og hefur verið markaðssettur sem slíkur úti í heimi. Bátarnir Amma Kibba og Amma Sigga eru opnir harðskeljabátar, svokallaðir harðbotna RIB-bátar, með tveimur 400 hestafla vélum og með sæti fyrir 18 - 24 farþega. Bátarnir eru smíðaðir í Póllandi og koma nýir til fyrirtækisins. Geta þeir náð allt að 52 hnúta hraða og eru taldir afar öruggir. Bátar Gentle giants, sem eru tólf metra langir og fjögurra metra langir, eru notaðir í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda. Samskonar bátar eru notaðir víðsvagar um land í ferðaþjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira