Sigur Manchester City á Paris Saint Germain var ekki aðeins góður fyrir gjaldkera Manchester City því kollegi hans hjá Liverpool gat einnig farið að telja peninga inn í kassann eftir að City sló út PSG.
Manchester City komst í undanúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins með því að vinna 1-0 sigur í síðari leiknum á móti frönsku meisturunum.
Manchester City keypti Raheem Sterling frá Liverpool á 49 milljónir síðasta sumar en hluti af kaupverðinu voru ákvæði um árangurstengda bónusa.
Liverpool fékk 44 milljónir punda strax frá City en gæti fengið fimm milljónir í viðbót ef Sterling spilar nógu marga leiki og City nær ákveðnum markmiðum.
Chris Bascombe á Daily Telegraph segir frá stöðu mála í frétt sinni í dag og það skrifar hann einnig um það að Liverpool gæti fengið enn meira á næstunni fari svo að Manchester City komist alla leið í úrslitaleikinn.
Liverpool fær 300 þúsund pund frá Manchester City nú þegar City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Það eru meira en 53 milljónir íslenskra króna.
Raheem Sterling sjálfur gat þó ekki hjálpað til í leiknum því hann er meiddur á nára og óleikfær. Hann á möguleika á að ná úrslitaleiknum en er ekki líklegur til að spila undanúrslitaleikina.
Komist Manchester City alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar er því von á annarri góðri upphæð til Liverpool. Liverpool-menn hljóta því að halda með Manchester City í komandi leikjum liðsins í Meistaradeildinni þótt að margir þeirra séu enn að gráta brotthvarf Raheem Sterling frá Anfield.
Liverpool græddi 53 milljónir á sigri Manchester City í fyrrakvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti


United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti
