Var þetta Istanbul II á Anfield í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:30 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00
Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28