Fjárframlög vegna skemmda af hálfu náttúrunnar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. apríl 2016 14:22 Frá vettvangi Skaftárhlaups síðasta haust. vísir/vilhelm Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að veita fjórum sveitarfélögum og þremur stofnunum aukin fjárframlög til að mæta ófyrirséðum útgjöldum vegna ágangs náttúrunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Sveitarfélögin fjögur eru Fjarðarbyggð, Breiðdalshreppur, Borgarfjörður eystri og Djúpavogshreppur. Hæstu upphæðina fær Fjarðarbyggð eða rúmlega 46 milljónir króna. Breiðdalshreppur fær tæpar fjórtán milljónir en síðari tvö sveitarfélögin fá um eina og hálfa milljón hvort. Sveitarfélögin urðu öll fyrir barðinu á óveðri undir lok síðasta árs og eru framlögin til komin vegna þess. „Ljóst er að fjárhagslegt tjón sveitarfélaga var þó nokkurt og erfitt fyrir þau að takast á við það án stuðnings. Hafnarmannvirki, grjótvarnir, veitukerfi, vegir og fleira sem tryggingar ná ekki yfir urðu fyrir skemmdum í sveitarfélögum á Austurlandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Vegagerðin fékk 181,2 milljónir til að bæta skemmdir sem urðu vegna óveðursins en einnig til að mæta kostnaði sem stofnaðist vegna Skaftárhlaups. Landgræðsla ríkisins fékk fjörutíu milljónir til að hefta sandfok og svifryksmengun vegna hlaupsins. Minjastofnun og Húsafriðunarsjóður fengu svo allt að 35 milljón krónur til að bæta tjón á fornminjum sem sköðuðust í óveðrinu. Í tilkynningunni kemur einnig fram að tjónamat á vátryggðum, tilkynntum og metnum tjónum til Viðlagatryggingar Íslands nema um 70 m.kr. vegna tjónamála hjá einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum. Örfá tjónamál eru enn í vinnslu, en fjárhæðir þeirra munu að líkindum hafa óveruleg áhrif á heildarkostnað.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24 Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Sjá meira
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Fulltrúar Viðlagatryggingar meta aðstæður á Austurlandi Matsstörf vegna tjóna á verðmætum sem vátryggð eru hjá Viðlagatryggingu Íslands munu að líkindum hefjast ekki síðar en í annarri viku janúarmánaðar. 30. desember 2015 11:24
Skúrar splundruðust á Stöðvarfirði Tjónið eftir óveðrið á Austurlandi er gífurlegt. Bryggjur skoluðust burt á Eskifirði og stór verbúð fauk í nærri heilu lagi á Stöðvarfirði. 31. desember 2015 07:00