Endurkoma arnarins Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. apríl 2016 12:45 Vísir/Getty Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Rússinn Khabib Nurmagomedov mun loksins snúa aftur í búrið í kvöld eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla. Mikil eftirvænting ríkir fyrir endurkomu hans en hvers vegna? Fyrir það fyrsta hefur Khabib „The Eagle“ Nurmagomedov sigrað alla 22 bardaga sína á MMA ferlinum. Í UFC hefur honum tekist að sigra alla sex bardaga sína án þess að lenda í teljandi vandræðum. Síðast sáum hann gjörsigraði Rafael Dos Anjos. Í dag er Brasilíumaðurinn léttvigtarmeistarinn og telja margir að mætist þeir aftur muni Nurmagomedov standa uppi sem sigurvegari og verða þar með léttvigtarmeistari UFC. Bardagi þeirra var einhliða frá fyrstu sekúndu og er Nurmagomedov eini maðurinn sem sigrað hefur Dos Anjos á síðustu fimm árum. Síðan Nurmagomedov sigraði Dos Anjos hefur sá síðarnefndi sigrað fimm bardaga á meðan Rússinn hefur setið á hliðarlínunni vegna meiðsla. Þrívegis hefur hann þurft að draga sig úr bardaga vegna meiðsla en loksins munum við fá að sjá hann í kvöld. Nurmagomedov er þó ekki með neitt sérstaklega fallegan stíl. Hann brýtur menn niður með fellu eftir fellu og virðist hafa lítið fyrir því að lyfta mönnum hátt upp til lofts og skella þeim á rassinn. Ef hann nær taki á andstæðingnum er hann að fara í flugferð. Svo einfalt er það. Nurmagomedov leikur sér að taka sterka glímumenn niður aftur og aftur. Nurmagomedov kláraði 21 fellu gegn Abel Trujillo (sem er sjálfur alls ekki slæmur glímumaður) á 15 mínútum en það er met í UFC. Trujillo var ráðalaus í 3. lotu og gerði lítið annað en að hrista hausinn og skildi ekkert hvernig hann ætti að verjast fellunum. Þessi stíll hans er kannski ekki sá áhorfendavænsti en samt er hann mjög vinsæll bardagamaður. Það er eitthvað undarlega heillandi hvernig hann rífur kjaft á bjagaðri ensku og nýtir hvert tækifærið til að skjóta á aðra bardagamenn. Þá vakti gamalt myndband af níu ára Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún gríðarlega athygli á sínum tíma. Myndbandið var auðvitað afar umdeilt en um leið vakti þetta ákveðna aðdáun á þessum kaldrifjuðu rússnesku bardagamönnum sem æfa oft við óvenjulegar aðstæður. Nurmagomedov mætir nýliðanum Darrell Horcher í kvöld sem kemur inn með skömmum fyrirvara eftir að upprunalegi andstæðingurinn, Tony Ferguson, meiddist. Ef Nurmagomedov verður í sama formi og fyrir tveimur árum á Horcher von á flugferð (sennilega flugferðum) í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðnætti í kvöld og eru eftirtaldir fjórir bardagar á dagskrá:Léttþungavigt: Glover Teixeira gegn Rashad Evans Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Tecia Torres Hentivigt: Khabib Nurmagomedov gegn Darrell Horcher Fjaðurvigt: Cub Swanson gegn Hacran Diaz
MMA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn