Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 24-26 | Mosfellingar sendu FH í sumarfrí Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar 17. apríl 2016 22:15 Pétur Júníusson fagnar einu af sex mörkum sínum. vísir/vilhelm Afturelding bókaði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins og sendi um leið FH-inga í sumarfrí með 26-24 sigri í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokamínútum líkt og fyrsti leikur liðanna í Mosfellsbænum. Skiptust liðin á forskotinu í fyrri hálfleik en Mosfellingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH náði að jafna metin skömmu fyrir lok leiksins eftir að hafa verið þremur mörkum undir en taugar Mosfellinga reyndust vera sterkari á lokakaflanum og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Allt annað en sigur fyrir FH-inga þýddi að liðið væri komið í sumarfrí eftir nauman sigur Aftureldingar í fyrsta leik liðanna í Mosfellsbæ á dögunum en FH hafði aðeins unnið einn leik af fjórum á milli liðanna í vetur fyrir leik kvöldsins. Það vantaði aðalþjálfara beggja liðanna í kvöld eftir að þeir voru dæmdir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurunum eftir fyrsta leik liðanna á fimmtudaginn síðasta. Leikurinn var afar kaflaskiptur í fyrri hálfleik og skiptust liðin á forskotinu eftir því. Ásbjörn Friðriksson bar sóknarleik FH á herðum sér framan af og skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum liðsins í fyrri hálfleik en það voru einu mörk hans í leiknum. FH náði um tíma þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik 11-8 þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Mosfellingar hertu þá takið í varnarleiknum og tóku eins marks forskot inn í hálfleikinn 13-12. FH-ingar náðu forskotinu á ný á upphafsmínútum seinni hálfleiks en þá tóku leikmenn Aftureldingar aftur við sér. Náðu þeir að breyta stöðunni úr 14-16 í 21-18 á tíu mínútna kafla og virtust Mosfellingar ætla að sigla sigrinum nokkuð örugglega heim þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FH-ingar neituðu hinsvegar að gefast upp og náðu að jafna metin á skömmum tíma og var því allt í járnum fyrir síðustu fimm mínútur leiksins. Þá reyndust taugar Mosfellinga einfaldlega sterkari og náði Jóhann Gunnar Einarsson að klára einvígið þegar hann kom Aftureldingu 26-24 yfir á lokamínútu leiksins. FH-ingar höfðu ekki tíma til að ógna forskoti Mosfellinga eftir mark Jóhanns og lauk leiknum því með tveggja marka sigri Aftureldingar sem sendu FH-inga með sigrinum í sumarfrí eftir spennandi einvígi. Pétur Júníusson og Árni Bragi Eyjólfsson voru atkvæðamestir í liði Aftureldingar með sex mörk hvor en í liði heimamanna var það Einar Rafn Eiðsson sem var markahæstur með sex mörk. Í marki gestanna stóð Davíð Svansson vakt sína með prýði en hann varði 18 af 42 skotum FH-inga, alls 42,8% markvarsla en Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH lauk leik með 16 varin skot, þar af tvö víti. Jóhann: Pílur í gangi um að þjálfarar séu að skalla menn„Þetta var ótrúlega seigur sigur á mjög erfiðum útivelli. Það var erfitt að spila þennan leik því FH-ingar neituðu að gefast upp,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, kátur að leikslokum. „Við vorum með frumkvæðið, sérstaklega í seinni hálfleik en þeir náðu að jafna strax eftir að við náðum þriggja marka forskoti. Svo datt þetta eigilega bara fyrir okkur eins og oft gerist í leikjum í úrslitakeppninni,“ sagði Jóhann og bætti við: „Það er oft þannig í úrslitakeppninni, hlutirnir detta fyrir annað liðið þótt það sé ekki mikill munur á þeim. Það voru bæði lið að spila fína vörn, markmennirnir öflugir og flott mörk þar á milli.“ Með sigrinum bókuðu Mosfellingar sæti sitt í undanúrslitum og sendu FH-inga um leið í sumarfrí. „Það getur ekki verið tilviljun, við nýttum reynsluna undir lokin og höfðum það sem þurfti til að koma okkur yfir línuna. Við vorum mikið í þessu í fyrra að vinna þessa tæpu leiki og það gerði kannski útslagið hérna í kvöld.“ Jóhann gerði út um leikinn með marki þegar stutt var til leiksloka. „Það var ótrúlega skemmtilegt. Það eru komnir góðir tveir mánuðir síðan ég reyndi síðast undirhandarskot og að ná honum svona í fjærhornið er frábært. Þetta setti punktinn yfir i-ið og núna fáum við smá hvíld fyrir næsta verkefni.“ Jóhann kvaðst ekki hafa séð Einar Andra í stúkunni en hann sá léttu hliðina á ákvörðun aganefndar HSÍ. „Ég sá hann svosem ekki í stúkunni en ég hef gaman af svona hlutum. Eitthvað öðruvísi og umræður í gangi um þetta. Pílur í gangi um að þjálfari hafi hótað að skalla menn. Þetta var skrýtið þegar fréttirnar bárust en mér fannst þetta ekki hafa nein áhrif á spilamennskunni.“ Ágúst Elí: Afturelding betri í einföldu hlutunum„Við erum fyrst og fremst svekktir. Þetta er sárt þegar þú lítur til þess hversu jafnt þetta var í þessu einvígi,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, svekktur að leikslokum í kvöld. „Afturelding var einfaldlega betri í einföldu hlutunum í kvöld og þeir unnu okkur á nokkrum einföldum hlutum sem við klikkum á á lokamínútum leiksins.“ Ágúst var ósáttur með ákvörðun aganefndar HSÍ sem dæmdi þjálfara beggja liða í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir fyrsta leik liðanna en hann sagði það ekki hafa haft áhrif á undirbúninginn. „Þetta hafði ekki áhrif á undirbúninginn en mér fannst þetta skrýtin ákvörðun. Það eru hinsvegar ekki þjálfararnir sem dæma leikinn heldur við leikmennirnir og við þurftum að mæta einbeittir til leiks.“ Ágúst var ánægður með spilamennskuna í heild sinni en segir að FH-ingar hefðu mátt breyta varnarleiknum fyrr. „Við misstum dampinn í smástund en náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn fyrir lokin. Við hefðum mátt breyta vörninni fyrr í kvöld og það er frekar svekkjandi þegar þú hugsar út í það eftirá,“ sagði Ágúst. Einar Andri: Neita því ekki að þetta var erfitt„Mér leið bara vel, liðið var í frábærum höndum hjá Daða og Hauki en ég neita því ekki að þetta var erfitt,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sáttur að leikslokum. Einar Andri þurfti að sitja upp í stúku í dag en þjálfarar beggja liða tóku út leikbann í dag eftir úrskurð dómaranefndar HSÍ. Voru hann og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, dæmdir í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir leik liðanna á fimmtudaginn síðastliðinn. „Það var erfitt að vera upp í stúku en ég hafði fulla trú á því að strákarnir myndu klára þetta rétt eins og þeir gerðu.“ Einar sagði bannið og umræðuna í kring um það ekki hafa haft áhrif á liðið. „Þetta hafði engin veruleg áhrif, við fórum vel yfir málin og strákarnir mættu einbeittir til leiks. Við erum með leikmenn sem hafa reynslu af leikjum eins og þessum í bland við unga stráka en ég vissi að spennustigið yrði hátt.“ Einari fannst sigurinn verðskuldaður. „Þetta var kaflaskipt en við höfðum frumkvæðið í leiknum. Við vorum að spila við frábært lið sem hefur spilað vel í vetur og við þurftum á frábærri framistöðu að halda til þess að klára þetta í kvöld.“ Mynd/Vísir Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Afturelding bókaði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins og sendi um leið FH-inga í sumarfrí með 26-24 sigri í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram að lokamínútum líkt og fyrsti leikur liðanna í Mosfellsbænum. Skiptust liðin á forskotinu í fyrri hálfleik en Mosfellingar voru sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH náði að jafna metin skömmu fyrir lok leiksins eftir að hafa verið þremur mörkum undir en taugar Mosfellinga reyndust vera sterkari á lokakaflanum og náðu gestirnir að sigla sigrinum heim. Allt annað en sigur fyrir FH-inga þýddi að liðið væri komið í sumarfrí eftir nauman sigur Aftureldingar í fyrsta leik liðanna í Mosfellsbæ á dögunum en FH hafði aðeins unnið einn leik af fjórum á milli liðanna í vetur fyrir leik kvöldsins. Það vantaði aðalþjálfara beggja liðanna í kvöld eftir að þeir voru dæmdir í eins leiks bann af aganefnd HSÍ vegna óíþróttamannslegrar framkomu gagnvart dómurunum eftir fyrsta leik liðanna á fimmtudaginn síðasta. Leikurinn var afar kaflaskiptur í fyrri hálfleik og skiptust liðin á forskotinu eftir því. Ásbjörn Friðriksson bar sóknarleik FH á herðum sér framan af og skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum liðsins í fyrri hálfleik en það voru einu mörk hans í leiknum. FH náði um tíma þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik 11-8 þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Mosfellingar hertu þá takið í varnarleiknum og tóku eins marks forskot inn í hálfleikinn 13-12. FH-ingar náðu forskotinu á ný á upphafsmínútum seinni hálfleiks en þá tóku leikmenn Aftureldingar aftur við sér. Náðu þeir að breyta stöðunni úr 14-16 í 21-18 á tíu mínútna kafla og virtust Mosfellingar ætla að sigla sigrinum nokkuð örugglega heim þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FH-ingar neituðu hinsvegar að gefast upp og náðu að jafna metin á skömmum tíma og var því allt í járnum fyrir síðustu fimm mínútur leiksins. Þá reyndust taugar Mosfellinga einfaldlega sterkari og náði Jóhann Gunnar Einarsson að klára einvígið þegar hann kom Aftureldingu 26-24 yfir á lokamínútu leiksins. FH-ingar höfðu ekki tíma til að ógna forskoti Mosfellinga eftir mark Jóhanns og lauk leiknum því með tveggja marka sigri Aftureldingar sem sendu FH-inga með sigrinum í sumarfrí eftir spennandi einvígi. Pétur Júníusson og Árni Bragi Eyjólfsson voru atkvæðamestir í liði Aftureldingar með sex mörk hvor en í liði heimamanna var það Einar Rafn Eiðsson sem var markahæstur með sex mörk. Í marki gestanna stóð Davíð Svansson vakt sína með prýði en hann varði 18 af 42 skotum FH-inga, alls 42,8% markvarsla en Ágúst Elí Björgvinsson í marki FH lauk leik með 16 varin skot, þar af tvö víti. Jóhann: Pílur í gangi um að þjálfarar séu að skalla menn„Þetta var ótrúlega seigur sigur á mjög erfiðum útivelli. Það var erfitt að spila þennan leik því FH-ingar neituðu að gefast upp,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Aftureldingar, kátur að leikslokum. „Við vorum með frumkvæðið, sérstaklega í seinni hálfleik en þeir náðu að jafna strax eftir að við náðum þriggja marka forskoti. Svo datt þetta eigilega bara fyrir okkur eins og oft gerist í leikjum í úrslitakeppninni,“ sagði Jóhann og bætti við: „Það er oft þannig í úrslitakeppninni, hlutirnir detta fyrir annað liðið þótt það sé ekki mikill munur á þeim. Það voru bæði lið að spila fína vörn, markmennirnir öflugir og flott mörk þar á milli.“ Með sigrinum bókuðu Mosfellingar sæti sitt í undanúrslitum og sendu FH-inga um leið í sumarfrí. „Það getur ekki verið tilviljun, við nýttum reynsluna undir lokin og höfðum það sem þurfti til að koma okkur yfir línuna. Við vorum mikið í þessu í fyrra að vinna þessa tæpu leiki og það gerði kannski útslagið hérna í kvöld.“ Jóhann gerði út um leikinn með marki þegar stutt var til leiksloka. „Það var ótrúlega skemmtilegt. Það eru komnir góðir tveir mánuðir síðan ég reyndi síðast undirhandarskot og að ná honum svona í fjærhornið er frábært. Þetta setti punktinn yfir i-ið og núna fáum við smá hvíld fyrir næsta verkefni.“ Jóhann kvaðst ekki hafa séð Einar Andra í stúkunni en hann sá léttu hliðina á ákvörðun aganefndar HSÍ. „Ég sá hann svosem ekki í stúkunni en ég hef gaman af svona hlutum. Eitthvað öðruvísi og umræður í gangi um þetta. Pílur í gangi um að þjálfari hafi hótað að skalla menn. Þetta var skrýtið þegar fréttirnar bárust en mér fannst þetta ekki hafa nein áhrif á spilamennskunni.“ Ágúst Elí: Afturelding betri í einföldu hlutunum„Við erum fyrst og fremst svekktir. Þetta er sárt þegar þú lítur til þess hversu jafnt þetta var í þessu einvígi,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður FH, svekktur að leikslokum í kvöld. „Afturelding var einfaldlega betri í einföldu hlutunum í kvöld og þeir unnu okkur á nokkrum einföldum hlutum sem við klikkum á á lokamínútum leiksins.“ Ágúst var ósáttur með ákvörðun aganefndar HSÍ sem dæmdi þjálfara beggja liða í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir fyrsta leik liðanna en hann sagði það ekki hafa haft áhrif á undirbúninginn. „Þetta hafði ekki áhrif á undirbúninginn en mér fannst þetta skrýtin ákvörðun. Það eru hinsvegar ekki þjálfararnir sem dæma leikinn heldur við leikmennirnir og við þurftum að mæta einbeittir til leiks.“ Ágúst var ánægður með spilamennskuna í heild sinni en segir að FH-ingar hefðu mátt breyta varnarleiknum fyrr. „Við misstum dampinn í smástund en náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn fyrir lokin. Við hefðum mátt breyta vörninni fyrr í kvöld og það er frekar svekkjandi þegar þú hugsar út í það eftirá,“ sagði Ágúst. Einar Andri: Neita því ekki að þetta var erfitt„Mér leið bara vel, liðið var í frábærum höndum hjá Daða og Hauki en ég neita því ekki að þetta var erfitt,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sáttur að leikslokum. Einar Andri þurfti að sitja upp í stúku í dag en þjálfarar beggja liða tóku út leikbann í dag eftir úrskurð dómaranefndar HSÍ. Voru hann og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, dæmdir í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu eftir leik liðanna á fimmtudaginn síðastliðinn. „Það var erfitt að vera upp í stúku en ég hafði fulla trú á því að strákarnir myndu klára þetta rétt eins og þeir gerðu.“ Einar sagði bannið og umræðuna í kring um það ekki hafa haft áhrif á liðið. „Þetta hafði engin veruleg áhrif, við fórum vel yfir málin og strákarnir mættu einbeittir til leiks. Við erum með leikmenn sem hafa reynslu af leikjum eins og þessum í bland við unga stráka en ég vissi að spennustigið yrði hátt.“ Einari fannst sigurinn verðskuldaður. „Þetta var kaflaskipt en við höfðum frumkvæðið í leiknum. Við vorum að spila við frábært lið sem hefur spilað vel í vetur og við þurftum á frábærri framistöðu að halda til þess að klára þetta í kvöld.“ Mynd/Vísir
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira