Ólafur Ragnar einn þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heimsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. apríl 2016 17:01 Ólafur Ragnar Grímsson, Paul Biya, Angel Merkel, Robert Mugabe og Heinz Fischer. Mynd/Anton/Getty Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson er einn þaulsetnasti þjóðarleiðtogi heimsins í dag sem ekki er konungborinn og útlit er fyrir að enn bæti í. Hann tilkynnti í dag að hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands. Nái hann endurkjöri og sitji hann út kjörtímabilið gæti hann tekið fram úr þjóðarleiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu. Ólafur Ragnar Grímsson er í 17. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga sem enn eru í embætti og lengst hafa setið. Ólafur Ragnar tók við embættinu 1. ágúst 1996 og hefur því setið í embætti í 19 ár og 261 dag. Leiðtogar Afríku-ríkja eru fyrirferðamiklir á listanum og raða sér í fimm efstu sætin, þeirra á meðal er Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, í fimmta sæti. Hann tók við á þessum degi fyrir 36 árum, 18. apríl 1980.Sjá einnig: Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöriSá sem lengst hefur setið af þeim sitja enn er Paul Biya, forseti Kamerún, hann tók við embætti forseta 6. nóvember 1982, en þar áður var hann forsætisráðherra frá 1975. Sé hinsvegar miðað við aðrar vestrænar þjóðir, líkt og Íslendingar gera gjarnan, hefur enginn þjóðarleiðtogi sem ekki er konungborinn setið jafn lengi í embætti og Ólafur Ragnar, sá sem næst kemur er Heinz Fischer sem gegnt hefur embætti forseta Austurríkis í 11 ár og 285 daga, frá 8. júlí 2004. Aðrir vel þekktir þjóðarleiðtogar sem raða sér í efsu þrjátíu sætin eru Bashir-Al Assad Sýrlandsforseti sem setið hefur sem forseti Sýrlands frá 17. júlí 2000 og Angela Merkel sem verið hefur kanslari Þýskalands frá 22. nóvember 2005. Nái Ólafur Ragnar endurkjöri og sitji hann út komandi kjörtímabil gæti Ólafur Ragnar hoppað upp þrjú sæti í það 14. og tekið fram úr leiðtogum Tadjikistan, Hvíta-Rússlands og Gambíu.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Notendur Twitter þyrpast á miðilinn til að segja skoðun sína á ákvörðun forsetans. 18. apríl 2016 16:47
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15