Fæstir láta framboð Ólafs Ragnars slá sig út af laginu SUNNA karen sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2016 18:07 Forsetaframbjóðendur eru flestir sammála því að ákvörðun forseta Íslands hafi komið sér á óvart. Vísir/ Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast eftir endurkjöri hefur komið forsetaframbjóðendum í opna skjöldu. Einn hefur hætt við framboð en sumir eru með sín mál í endurskoðun. Fréttastofa heyrði í þeim sem tilkynnt hafa framboð. Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hrannar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon og Sturla Jónsson segja ákvörðun Ólafs ekki hafa áhrif á þeirra framboð, en voru flest sammála um að ákvörðunin hefði komið nokkuð á óvart. Bæring Ólafsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson og Vigfús Bjarni Albertsson segjast ætla að skoða sín mál. Guðmundur Franklín Jónsson hefur dregið framboð sitt til baka.Hluti af planinu Andri Snær Magnason rithöfundur segist ætla að halda sínu striki. „Þetta var óvæntur snúningur en við vorum búin að hugsa þetta framboð lengi og vel í nokkra mánuði og ég var auðvitað kominn niður á nokkuð skýra hluti sem mig langaði að leggja fram. Við bjuggumst auðvitað við því að alls konar óvæntir þættir væru á leiðinni á næstu tveimur mánuðum. Þannig að þetta er bara hluti af planinu.“ Ari Jósepsson vídeóbloggari segir sér hafa brugðið við að heyra fréttirnar. Hann sé ekki búinn að ákveða sig. „Hjartað mitt er alveg á fullu og ég ætla að leyfa þessu svona að ráðast. Ég er bara svona rétt að átta mig á þessu en ætla að fylgja hjartanu.“ Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar2000, segist ekki hafa neitt að óttast. „Ég hef áður farið gegn Ólafi og hræðist ekki gamlan kall á Bessastöðum.“ Benedikt Kristján Mewes mjólkurfræðingur segist styðja Ólaf, en að hann muni þó ekki gefast upp. „Ég fagna ákvörðun Ólafs Ragnars og styð hann til áframhaldandi setu á Bessastöðum.“Allir komi til með að endurskoða mál sín Bæring Ólafsson, fyrrum forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola, segist ætla að endurhugsa málin. „Þetta kemur á óvart. Þetta hefur ekki áhrif á ákvörðun mína að svo stöddu en það koma allir til með að endurskoða mál sín.“ Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur segist ætla að halda ótrauð áfram. „Þetta breytir engu um framboð mitt. Hann er ekki ómissandi en á greinilega erfitt með að sleppa tökunum. Það á enginn að sitja svona lengi í embætti forseta Íslands.“ Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur er sá eini sem dregið hefur framboð sitt til baka. „Ég lýsi yfir fullum stuðningi við framboð Ólafs Ragnars og vona að hann sitji áfram á Bessastöðum,“ sagði Guðmundur á Facebook. Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur hyggur enn á framboð, en segir málin í endurskoðun. „Þetta kemur ekki til með að breyta neinu eins og er en ég er að hugsa stöðuna eins og flestir.“ Halla Tómasdóttir athafnakona stefnir jafnframt enn á framboð. „Nú verður kosið um fortíð vs framtíð, ég vel framtíðina,“ sagði hún á Twitter. Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur segist ætla að íhuga málin. „Eins og staðan er núna er ég enn að stefna á framboð en á eftir að melta stöðuna.“ Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur segir ákvörðun Ólafs engu breyta. „Þetta breytir engu um stöðuna og ég fagna honum í baráttuna.“ Hrannar Pétursson félagsfræðingur segist ákvörðun Ólafs Ragnars ekki hafa áhrif á fyrirhugað framboð. „Hann er verðugur mótframbjóðandi og býð Ólaf Ragnar velkominn í slaginn.“ Magnús Ingi Magnússon, eigandi Texasborgara, segist ætla að halda áfram að safna undirskriftum. „Ég ætla alveg endilega að halda áfram. Ég ætla að safna undirskriftum og held því áfram og sjá hvort ég nái því. Þá er maður kominn í framboð.“ Sturla Jónsson vörubílstjóri segir það skyldu sína gagnvart þeim sem skrifað hafa undir framboð hans að halda framboðinu áfram. „Það er ekki sanngjarnt því fólki, að maður sé með 3000 undirskriftir, og fara að setja það til hliðar. Maður bara skilar þessu inn og sér svo bara hvað setur. Það verður að búa við það að það er lýðræði í landinu og Ólafur hefur svo sem alveg rétt eins og hver annar á að bjóða sig fram.“ Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur vildi ekki tjá sig um ákvörðun sína þegar fréttastofa leitaði viðbragða, en sagðist ætla að taka frekari ákvarðanir síðar í kvöld eða á morgun. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að sækjast eftir endurkjöri hefur komið forsetaframbjóðendum í opna skjöldu. Einn hefur hætt við framboð en sumir eru með sín mál í endurskoðun. Fréttastofa heyrði í þeim sem tilkynnt hafa framboð. Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Benedikt Kristján Mewes, Elísabet Jökulsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hrannar Pétursson, Magnús Ingi Magnússon og Sturla Jónsson segja ákvörðun Ólafs ekki hafa áhrif á þeirra framboð, en voru flest sammála um að ákvörðunin hefði komið nokkuð á óvart. Bæring Ólafsson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Heimir Örn Hólmarsson og Vigfús Bjarni Albertsson segjast ætla að skoða sín mál. Guðmundur Franklín Jónsson hefur dregið framboð sitt til baka.Hluti af planinu Andri Snær Magnason rithöfundur segist ætla að halda sínu striki. „Þetta var óvæntur snúningur en við vorum búin að hugsa þetta framboð lengi og vel í nokkra mánuði og ég var auðvitað kominn niður á nokkuð skýra hluti sem mig langaði að leggja fram. Við bjuggumst auðvitað við því að alls konar óvæntir þættir væru á leiðinni á næstu tveimur mánuðum. Þannig að þetta er bara hluti af planinu.“ Ari Jósepsson vídeóbloggari segir sér hafa brugðið við að heyra fréttirnar. Hann sé ekki búinn að ákveða sig. „Hjartað mitt er alveg á fullu og ég ætla að leyfa þessu svona að ráðast. Ég er bara svona rétt að átta mig á þessu en ætla að fylgja hjartanu.“ Ástþór Magnússon, athafnamaður og stofnandi Friðar2000, segist ekki hafa neitt að óttast. „Ég hef áður farið gegn Ólafi og hræðist ekki gamlan kall á Bessastöðum.“ Benedikt Kristján Mewes mjólkurfræðingur segist styðja Ólaf, en að hann muni þó ekki gefast upp. „Ég fagna ákvörðun Ólafs Ragnars og styð hann til áframhaldandi setu á Bessastöðum.“Allir komi til með að endurskoða mál sín Bæring Ólafsson, fyrrum forstjóri og framkvæmdastjóri Coca Cola, segist ætla að endurhugsa málin. „Þetta kemur á óvart. Þetta hefur ekki áhrif á ákvörðun mína að svo stöddu en það koma allir til með að endurskoða mál sín.“ Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur segist ætla að halda ótrauð áfram. „Þetta breytir engu um framboð mitt. Hann er ekki ómissandi en á greinilega erfitt með að sleppa tökunum. Það á enginn að sitja svona lengi í embætti forseta Íslands.“ Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur er sá eini sem dregið hefur framboð sitt til baka. „Ég lýsi yfir fullum stuðningi við framboð Ólafs Ragnars og vona að hann sitji áfram á Bessastöðum,“ sagði Guðmundur á Facebook. Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur hyggur enn á framboð, en segir málin í endurskoðun. „Þetta kemur ekki til með að breyta neinu eins og er en ég er að hugsa stöðuna eins og flestir.“ Halla Tómasdóttir athafnakona stefnir jafnframt enn á framboð. „Nú verður kosið um fortíð vs framtíð, ég vel framtíðina,“ sagði hún á Twitter. Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur segist ætla að íhuga málin. „Eins og staðan er núna er ég enn að stefna á framboð en á eftir að melta stöðuna.“ Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur segir ákvörðun Ólafs engu breyta. „Þetta breytir engu um stöðuna og ég fagna honum í baráttuna.“ Hrannar Pétursson félagsfræðingur segist ákvörðun Ólafs Ragnars ekki hafa áhrif á fyrirhugað framboð. „Hann er verðugur mótframbjóðandi og býð Ólaf Ragnar velkominn í slaginn.“ Magnús Ingi Magnússon, eigandi Texasborgara, segist ætla að halda áfram að safna undirskriftum. „Ég ætla alveg endilega að halda áfram. Ég ætla að safna undirskriftum og held því áfram og sjá hvort ég nái því. Þá er maður kominn í framboð.“ Sturla Jónsson vörubílstjóri segir það skyldu sína gagnvart þeim sem skrifað hafa undir framboð hans að halda framboðinu áfram. „Það er ekki sanngjarnt því fólki, að maður sé með 3000 undirskriftir, og fara að setja það til hliðar. Maður bara skilar þessu inn og sér svo bara hvað setur. Það verður að búa við það að það er lýðræði í landinu og Ólafur hefur svo sem alveg rétt eins og hver annar á að bjóða sig fram.“ Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur vildi ekki tjá sig um ákvörðun sína þegar fréttastofa leitaði viðbragða, en sagðist ætla að taka frekari ákvarðanir síðar í kvöld eða á morgun.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent