Conor McGregor hringsólaði í kringum íslenskan aðdáanda og vísaði til Kanye West Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2016 10:54 Conor og Tómas á Vegamótastígnum í gærkvöldi. Mynd af Twitter-síðu Tómasar Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Tómas Urbancic ákvað að skella sér út að borða á Vegamótum með kærustunni sinni í gærkvöldi. Nokkru klukkustundum síðar var átrúnaðargoðið Conor McGregor hringsólandi í kringum hann á reiðhjóli að vísa til Kanye West.Eins og Vísir greindi frá í gær er UFC-stjarnan mætt hingað til lands til æfinga. Conor á fjölmarga íslenska kunningja og er þeim Gunnari Nelson vel til vina „Conor var úti að borða með crew-inu sínu,“ segir Tómas þegar hann er beðinn um að rifja upp gærkvöldið. Tómas er mikill aðdáandi Conors og fylgdist með honum úr fjarlægð þegar Conor yfirgaf Vegamót ásamt félögum sínum. Tómas segir þá hafa yfirgefið Vegamót og skellt sér beint á reiðhjól. „Þeir voru bara hjólandi um allan bæinn,“ segir Tómas. Þetta var um tíuleytið í gærkvöldi og komu tveir ungir strákar til Conor og báðu um mynd sem Conor leyfði góðfúslega.Algjör meistari „Ég þorði varla að tala við hann, hann var svo nettur,“ segir Tómas. En það var ekki bara Tómas sem tók eftir Conor. Conor varð var við Tómas. „Hann sá að ég var að horfa á hann, kom hjólandi til mín og byrjaði að hringsóla í kringum mig,“ segir Tómas sem klæddist peysu með textanum „I feel like Pablo.“ Um er að ræða vísun í plötu Kanye West, The Life of Pablo. Conor greip boltann á lofti: „What’s up Pablo,“ sagði Conor og braut ísinn. Í kjölfarið fékk Tómas mynd af sér með Conor og ber honum vel söguna. „Hann var mjög næs og algjör ‘gentleman’,“ segir Tómas. Gunnar Nelson hafi ekki verið á svæðinu en hann taldi hina í hópnum hafa verið þjálfara hans og íslenska þjálfara hjá Mjölni. „Hann er algjör meistari,“ segir Tómas. Back in the land of Ice for some good training at Mjolnir!! #TheIceViking A photo posted by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) on Apr 18, 2016 at 3:04pm PDT UFC champ Conor McGregor A photo posted by Hallgrímur A. Ingvarsson (@hallgrimurandri) on Apr 18, 2016 at 2:46pm PDT
Tengdar fréttir Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Conor kemur til Íslands í dag Gunnar Nelson fær góða aðstoð við undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Albert Tumenov sem fer fram í Rotterdam 8. maí. 18. apríl 2016 08:45