Guðni og Guðrún voru komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:16 Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent