Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 76-83 | Framlenging og mikil spenna á Hlíðarenda Árni Jóhannsson á Hlíðarenda skrifar 2. apríl 2016 16:30 Guðbjörg Sverrisdóttir. Vísir/Anton Snæfell er komið með 2-0 forystu í viðureigninni gegn Val í undanúrslitum Dominosdeildarinnar í körfubolta eftir sigur í leik sem hefði getað endað hvoru megin sem er en leikurinn fór í framlengingu þar sem gestirnir voru sterkari og höfðu sigur í lokin. Snæfell er því í lykilstöðu fyrir þriðja leikinn í Hólminum í næstu viku. Valskonur byrjuðu sterkara en gestirnir frá Stykkishólmi í dag og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins. Eftir að Snæfellskonur höfðu vaknað til lífsins varð úr hörkuleikur í fyrsta leikhluta þar sem hraðinn jókst eftir því sem á leið. Gestirnir komust einu sinni yfir en það stóð stutt og Valskonur með ávallt með nokkur stig í forskot allan fjórðunginn sem endaði 21-18 en Valskonur settu niður flautukörfu til ná forskotinu aftur eftir Snæfell náði að jafna. Valskonur voru ívið sterkari aðilinn í öðrum leikhluta einnig en eftir jafnræði fyrstu mínúturnar náðu heimakonur góðu áhlaupi sem samanstóð af góðum varnarleik og góðri nýtingu í sóknarleiknum. Mest náðu þær 11 stiga forskoti þegar um mínúta var til hálfleiks en Snæfells konur skoruðu 8 stig á móti 2 á þessari einu mínútu og náðu að minnka muninn í fimm stig og þannig var staðan í hálfleik, 44-39. Haiden Palmer var stigahæst gestanna með 19 stig á meðan Chapman var búin að skora 12 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. Spennustigið var skiljanlega hátt í upphafi síðari hálfleiks og tók það nokkrar mínútur fyrir bæði lið að komast í gang almennilega í sóknarleiknum. Mikið var um mistök og bæði lið misstu boltann í gríð og erg. Það var svon Snæfell sem var fyrr að ranka við sér og skoruðu fyrstu sex stig hálfleiksins og komu sér yfir 44-45. Eftir það var skipst á körfum út þriðja leikhluta en Valur náði örlitlu forskoti aftur sem þær höfðu í lok leikhlutans, 58-55. Heimakonur byrjuðu svo síðasta leikhlutann af miklum krafti og voru þær komnar 7 stigum yfir þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Snæfell lagðist þó ekki niður og eins og svo oft áður í leiknum náðu þær að naga forskotið aftur niður og voru búnar að jafna þremur mínútum síðar. Valskonur hertu þá aftur á sínum leik og komu sér sex stigum yfirþegar um þrjár mínútur lifðu af leiknum en Snæfell náði að komast aftur upp að hlið þeirra og jafna. tilraunir Vals til að komast aftur yfir gengu ekki og því var jafnt 74-74 þegar leiktíminn rann út og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni tóku Snæfellskonur, eða öllu heldur Haiden Palmer, öll völd á vellinum og skoruðu sjö fyrstu stig framnlengingarinnar. Valskonur náðu ekki að hrista af sér áfallið sem því fylgdi og Snæfellskonur náðu skynsamlega að sigla sigrinum í höfn. Leikurinn endaði 76-83 og getur Snæfell klárað einvígið á þriðjudaginn næsta þegar liðin mætast í þriðja, og hugsanlega síðasta, leiknum í einvíginu. Haiden Palmer skoraði 41 stig og náði 20 fráköstum í leiknum og er að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins. Karisma Chapman var stigahæst hjá Val með 23 stig ásamt 17 fráköstum.Ingi Þór Steinþórsson: Það er svo ofboðslegur vilji í þessu liði Þjálfari Snæfells var að vonum ánægður í leikslok með það hvernig leikmenn hans náðu að snúa leiknum sér í hag og vinna sigur á Valskonum að Hlíðarenda í dag. „Það er svo ofboðslegur vilji í þessu liði, framlagið frá erlenda leikmanninum okkar var rosalegt og smitaði það mikið út frá sér til annarra leikmanna. Að auki var varnarleikurinn seinustu níu mínútur leiksins, með framlengingu, rosalegur en varnarleikurinn er það sem er búið að fleyta liðinu svona langt í vetur. Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir leikmönnum mínum að halda haus, við hefðum getað hent þessu frá okkur og við vorum að klúðra allt of mikið af seinni tækifærum.“ „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, María var t.d. frábær, skilaði mikilvægum körfum og var með mikilvæga stolna bolta. Enn og aftur verð ég að segja að ég er rosalega stoltur af mínu liði því Valsliðið var að spila vel. Líklega voru þær að spila sinn besta leik í vetur.“ Ingi Þór var spurður um næsta leik en leikurinn í dag hlýtur að gefa góð fyrirheit varðandi þann leik þar sem Snæfell getur tryggt farseðilinn í úrslitarimmuna. „Við ætlum að klára þetta í næsta leik á þriðjudaginn, við þurfum að fara varlega því Valsliðið er með fullt af góðum leikmönnum. Ef við töpum þá er þetta orðið að seríu aftur, járn í járn og ég hef engan áhuga á því. Við þurfum að undirbúa okkur vel og nýta okkar vígi. Ég vonast eftir fullu húsi og miklum látum og stuðningi.“Ari Gunnarsson: Köstuðum þessu frá okkur Þjálfari Vals var daufur í dálkinn þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn og var hann spurður hvort hann hefði einhverjar útskýringar á reiðum höndum. „Ég er ekki með neinar útskýringar aðrar en þær að við gáfum þetta frá okkur á ótrúlegann hátt. Snæfell var að spila harðann varnarleik og við náðum ekki að framkvæma sóknir okkkar eins vel og við gátum.“ „Það var hellingur sem við hefðum getað gert betur og við munum að sjálfsögðu reyna að vinna í því fram á þriðjudag. Það er kannski lítið að hægt að gera á svona litlum tíma þar sem allir vita hvernig önnur lið spila, við þurfum bara að fínisera okkar leik aðeins“, sagði Ari þegar hann var spurður hvað þyrfti að gera svo að Valur færi ekki í sumarfrí í næstu viku. Að lokum var hann spurður út í Haiden Palmer, sem Valur réð illa við og hennar frammistöðu í dag. „Hún er mjög góður leikmaður og við réðum illa við hana. Hún samt gerir ýmislegt til að losa sig en það er dómaranna að bregðast við því og vonandi sjá þeir það fyrir næsta leik.“Bein lýsing: Valur - SnæfellTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Snæfell er komið með 2-0 forystu í viðureigninni gegn Val í undanúrslitum Dominosdeildarinnar í körfubolta eftir sigur í leik sem hefði getað endað hvoru megin sem er en leikurinn fór í framlengingu þar sem gestirnir voru sterkari og höfðu sigur í lokin. Snæfell er því í lykilstöðu fyrir þriðja leikinn í Hólminum í næstu viku. Valskonur byrjuðu sterkara en gestirnir frá Stykkishólmi í dag og skoruðu fyrstu sjö stig leiksins. Eftir að Snæfellskonur höfðu vaknað til lífsins varð úr hörkuleikur í fyrsta leikhluta þar sem hraðinn jókst eftir því sem á leið. Gestirnir komust einu sinni yfir en það stóð stutt og Valskonur með ávallt með nokkur stig í forskot allan fjórðunginn sem endaði 21-18 en Valskonur settu niður flautukörfu til ná forskotinu aftur eftir Snæfell náði að jafna. Valskonur voru ívið sterkari aðilinn í öðrum leikhluta einnig en eftir jafnræði fyrstu mínúturnar náðu heimakonur góðu áhlaupi sem samanstóð af góðum varnarleik og góðri nýtingu í sóknarleiknum. Mest náðu þær 11 stiga forskoti þegar um mínúta var til hálfleiks en Snæfells konur skoruðu 8 stig á móti 2 á þessari einu mínútu og náðu að minnka muninn í fimm stig og þannig var staðan í hálfleik, 44-39. Haiden Palmer var stigahæst gestanna með 19 stig á meðan Chapman var búin að skora 12 stig fyrir Val í fyrri hálfleik. Spennustigið var skiljanlega hátt í upphafi síðari hálfleiks og tók það nokkrar mínútur fyrir bæði lið að komast í gang almennilega í sóknarleiknum. Mikið var um mistök og bæði lið misstu boltann í gríð og erg. Það var svon Snæfell sem var fyrr að ranka við sér og skoruðu fyrstu sex stig hálfleiksins og komu sér yfir 44-45. Eftir það var skipst á körfum út þriðja leikhluta en Valur náði örlitlu forskoti aftur sem þær höfðu í lok leikhlutans, 58-55. Heimakonur byrjuðu svo síðasta leikhlutann af miklum krafti og voru þær komnar 7 stigum yfir þegar tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Snæfell lagðist þó ekki niður og eins og svo oft áður í leiknum náðu þær að naga forskotið aftur niður og voru búnar að jafna þremur mínútum síðar. Valskonur hertu þá aftur á sínum leik og komu sér sex stigum yfirþegar um þrjár mínútur lifðu af leiknum en Snæfell náði að komast aftur upp að hlið þeirra og jafna. tilraunir Vals til að komast aftur yfir gengu ekki og því var jafnt 74-74 þegar leiktíminn rann út og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni tóku Snæfellskonur, eða öllu heldur Haiden Palmer, öll völd á vellinum og skoruðu sjö fyrstu stig framnlengingarinnar. Valskonur náðu ekki að hrista af sér áfallið sem því fylgdi og Snæfellskonur náðu skynsamlega að sigla sigrinum í höfn. Leikurinn endaði 76-83 og getur Snæfell klárað einvígið á þriðjudaginn næsta þegar liðin mætast í þriðja, og hugsanlega síðasta, leiknum í einvíginu. Haiden Palmer skoraði 41 stig og náði 20 fráköstum í leiknum og er að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins. Karisma Chapman var stigahæst hjá Val með 23 stig ásamt 17 fráköstum.Ingi Þór Steinþórsson: Það er svo ofboðslegur vilji í þessu liði Þjálfari Snæfells var að vonum ánægður í leikslok með það hvernig leikmenn hans náðu að snúa leiknum sér í hag og vinna sigur á Valskonum að Hlíðarenda í dag. „Það er svo ofboðslegur vilji í þessu liði, framlagið frá erlenda leikmanninum okkar var rosalegt og smitaði það mikið út frá sér til annarra leikmanna. Að auki var varnarleikurinn seinustu níu mínútur leiksins, með framlengingu, rosalegur en varnarleikurinn er það sem er búið að fleyta liðinu svona langt í vetur. Ég get ekki annað en tekið hatt minn ofan fyrir leikmönnum mínum að halda haus, við hefðum getað hent þessu frá okkur og við vorum að klúðra allt of mikið af seinni tækifærum.“ „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, María var t.d. frábær, skilaði mikilvægum körfum og var með mikilvæga stolna bolta. Enn og aftur verð ég að segja að ég er rosalega stoltur af mínu liði því Valsliðið var að spila vel. Líklega voru þær að spila sinn besta leik í vetur.“ Ingi Þór var spurður um næsta leik en leikurinn í dag hlýtur að gefa góð fyrirheit varðandi þann leik þar sem Snæfell getur tryggt farseðilinn í úrslitarimmuna. „Við ætlum að klára þetta í næsta leik á þriðjudaginn, við þurfum að fara varlega því Valsliðið er með fullt af góðum leikmönnum. Ef við töpum þá er þetta orðið að seríu aftur, járn í járn og ég hef engan áhuga á því. Við þurfum að undirbúa okkur vel og nýta okkar vígi. Ég vonast eftir fullu húsi og miklum látum og stuðningi.“Ari Gunnarsson: Köstuðum þessu frá okkur Þjálfari Vals var daufur í dálkinn þegar blaðamaður náði tali af honum eftir leikinn og var hann spurður hvort hann hefði einhverjar útskýringar á reiðum höndum. „Ég er ekki með neinar útskýringar aðrar en þær að við gáfum þetta frá okkur á ótrúlegann hátt. Snæfell var að spila harðann varnarleik og við náðum ekki að framkvæma sóknir okkkar eins vel og við gátum.“ „Það var hellingur sem við hefðum getað gert betur og við munum að sjálfsögðu reyna að vinna í því fram á þriðjudag. Það er kannski lítið að hægt að gera á svona litlum tíma þar sem allir vita hvernig önnur lið spila, við þurfum bara að fínisera okkar leik aðeins“, sagði Ari þegar hann var spurður hvað þyrfti að gera svo að Valur færi ekki í sumarfrí í næstu viku. Að lokum var hann spurður út í Haiden Palmer, sem Valur réð illa við og hennar frammistöðu í dag. „Hún er mjög góður leikmaður og við réðum illa við hana. Hún samt gerir ýmislegt til að losa sig en það er dómaranna að bregðast við því og vonandi sjá þeir það fyrir næsta leik.“Bein lýsing: Valur - SnæfellTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira