Stelpurnar í Aftureldingu meistarar eftir æsispennandi lokaumferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2016 06:00 Stelpurnar í Aftureldingu eru sigursælar þessa dagana. Vísir/Stefán Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við. Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Blakstelpurnar í Aftureldingu halda áfram að safna titlum en í gær urðu þær deildarmeistarar aðeins tæpum tveimur vikum eftir að þær unnu bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni. Fyrir lokaumferðina gátu þrjú lið orðið deildarmeistarar en Afturelding var með 33 stig, HK með 32 stig og Þróttur N með 31 stig. Því var mikið í húfi að Varmá þegar Afturelding tók á móti Þrótti. Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum en Þróttarar voru alltaf skrefi á undan og unnu hrinuna 25-22. Nú reyndi á heimakonur sem urðu að koma sér inn í leikinn ef þær ætluðu ekki að missa af deildarmeistaratitlinum. Aftureldingarkonur komu ákveðnar til leiks í næstu hrinu og leiddu hana allan tímann og unnu hana 25-18. Þriðja hrina var jöfn og spennandi en Afturelding var sterkari á lokasprettinum og unnu 25-21. þar með var Afturelding komið í góða stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Þróttarar ætluðu ekki að gefa Aftureldingu neitt. Fjórða hrina var spennandi og jafnt á öllum tölum og eins og í hinum hrinunum en um miðja hrinuna náði Afturelding undirtökunum og kláraði hrinuna 25-18. Afturelding vann því leikinn 3-1 og tryggði sér deildarmeistaratitilinn en liðið endaði í efsta sætinu með 36 stig. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru þær Thelma Dögg Grétarsdóttir sem átti mjög góðan leik með 29 stig og Karen Björg Gunnarsdóttir með 11 stig. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 18 stig og Ana Maria Vidal Bouza með 12 stig. Það er því ljóst hvaða lið munu eigast við í undanúrslitum í Mizuno-deild kvenna sem hefjast þann 11. apríl. Afturelding mun mæta Stjörnunni og í hinni viðureigninni eru það HK og Þróttur sem eigast við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira