Gæti verið betra fyrir strákana að skora sjálfsmark | 17 ára liðið í stórfurðulegri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 11:30 Vísir/Getty Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta hefur ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í milliriðli EM en á samt ennþá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það gæti jafnvel verið betra fyrir strákana að skora í eigið mark í lokin en í mark andstæðinganna. Lokaumferðin fer fram í dag og þar þurfa menn að vera með reiknivélina á lofti til þess að finna út hver sé bestu úrslitin fyrir íslensku strákana. Ísland mætir Grikklandi í dag og þar getur komið upp sú staða að það væri betra fyrir liðin að gera jafntefli en að vinna. Þetta kemur til meðal annars vegna þess að keppni er lokið í öllum milliriðlunum nema þeim íslenska. Frakkar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og hafa þegar tryggt sér sigur í honum og þar af leiðandi sæti í úrslitakeppninni. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram en einnig sjö af átta liðum sem endaði öðru sæti. Austurríki er í bestu stöðunni með stigi meira en Ísland og Grikkland en Austurríkismenn eiga líka eftir að mæta Frökkum. Austurríki tryggir sér sæti á EM með sigri á Frökkum en ef Austurríki tapar leiknum þá eiga Ísland og Grikkland möguleika. Þegar UEFA reiknar út besta árangur þjóða í öðru sæti tekur það ekki með árangurinn á móti neðsta liði riðilsins. Það þýðir að það gæti komið sér illa fyrir bæði Ísland og Grikkland að vinna sinn leik fari svo að Austurríki tapi fyrir Frakklandi. Þá myndi sigur liðanna ekki telja í baráttunni um að vera eitt af sjö bestu liðunum í öðru sæti. Tapi Austurríki á móti Frakklandi væri það besta í stöðunni fyrir Ísland og Grikkland að gera 2-2 jafntefli en þá myndi vítakeppni milli liðanna ráða því hvort liðið kemst áfram. Bæði lið myndi náð einu af sjö bestu sætunum á skoruðum mörkum en vítakeppnin myndi ráða því hvort liðið fer áfram. Hér má sjá gott yfirlit yfir stöðu mála í riðli Íslands fyrir lokaumferðina. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 13.00 en Austurríki og Frakkland spila á sama tíma.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Íslenska sautján ára landsliðið í fótbolta hefur ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjum sínum í milliriðli EM en á samt ennþá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Það gæti jafnvel verið betra fyrir strákana að skora í eigið mark í lokin en í mark andstæðinganna. Lokaumferðin fer fram í dag og þar þurfa menn að vera með reiknivélina á lofti til þess að finna út hver sé bestu úrslitin fyrir íslensku strákana. Ísland mætir Grikklandi í dag og þar getur komið upp sú staða að það væri betra fyrir liðin að gera jafntefli en að vinna. Þetta kemur til meðal annars vegna þess að keppni er lokið í öllum milliriðlunum nema þeim íslenska. Frakkar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og hafa þegar tryggt sér sigur í honum og þar af leiðandi sæti í úrslitakeppninni. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram en einnig sjö af átta liðum sem endaði öðru sæti. Austurríki er í bestu stöðunni með stigi meira en Ísland og Grikkland en Austurríkismenn eiga líka eftir að mæta Frökkum. Austurríki tryggir sér sæti á EM með sigri á Frökkum en ef Austurríki tapar leiknum þá eiga Ísland og Grikkland möguleika. Þegar UEFA reiknar út besta árangur þjóða í öðru sæti tekur það ekki með árangurinn á móti neðsta liði riðilsins. Það þýðir að það gæti komið sér illa fyrir bæði Ísland og Grikkland að vinna sinn leik fari svo að Austurríki tapi fyrir Frakklandi. Þá myndi sigur liðanna ekki telja í baráttunni um að vera eitt af sjö bestu liðunum í öðru sæti. Tapi Austurríki á móti Frakklandi væri það besta í stöðunni fyrir Ísland og Grikkland að gera 2-2 jafntefli en þá myndi vítakeppni milli liðanna ráða því hvort liðið kemst áfram. Bæði lið myndi náð einu af sjö bestu sætunum á skoruðum mörkum en vítakeppnin myndi ráða því hvort liðið fer áfram. Hér má sjá gott yfirlit yfir stöðu mála í riðli Íslands fyrir lokaumferðina. Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 13.00 en Austurríki og Frakkland spila á sama tíma.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira