Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. apríl 2016 13:13 Ásmundur Friðriksson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Gunnarsson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. Þá gáfu þeir ekkert upp um afstöðu flokksins til vantrauststillögunnar sem stjórnarandstaðan hefur boðað. Þingflokkurinn fundaði vegna málsins í morgun og mun funda aftur núna eftir hádegi áður en þing kemur saman klukkan 15. Stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins boðað tillögu sem snýr að vantrausti á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem heldur einnig að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ætla má að sú staðreynd að Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér verði rædd á fundi þingflokksins nú eftir hádegi. Ásmundur Friðriksson segir málið grafalvarlegt. „Við höfum auðvitað miklar áhyggjur af þessu máli. Þetta er grafalvarlegt,“ segir Ásmundur Friðriksson. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að fara yfir málið í dag og að mikill þungi sé í mönnum. Ásmundur hafði ekki séð viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í hádegisfréttum Stöðvar 2 þegar Vísir náði af honum tali og vildi því ekki tjá sig um það að hann hygðist ekki segja af sér. „Við vonum bara að þetta fari vel.“ Ásmundur sagði vont að að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, væri fastur á erlendri grundu í dag. Óli Björn Kárason, varaþingmaður, segir menn hafa rætt hlutina af hreinskilni í morgun og muni halda áfram að gera það í dag. „Menn skilja alvarleika málsins en hins vegar er ekki verið að hlaupa í einhverju óðagoti fram,“ segir Óli Björn. Aðspurður um tillögu stjórnarandstöðunnar og afstöðu til hennar segist Óli Björn ætla að bíða eftir að hún komi fram. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Menn gera sér grein fyrir því að staðan er alvarleg,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann sagðist þó ekki getað tjáð sig um afstöðu sína gagnvart vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Sigmund Davíð. Það mál yrði rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins á eftir. „Við erum að fara yfir það hvernig brugðist skuli við þessu. Þurfum að fá svigrúm til þess að meta aðstæður.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Suðurkjördæmis og formaður allsherjarnefndar, segir alvarlega stöðu vera uppi. „Við ætlum ekki að tjá okkur um það sem fram fór á fundinum í dag en þetta er auðvitað bara erfið staða, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Unnur Brá. Þá vildu þau Vilhjálmur Bjarnason og Valgerður Gunnarsdóttir ekki tjá sig um málið.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Um eina tillögu í nokkrum liðum er að ræða. 4. apríl 2016 11:56
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48