Um fátækt stjórnmálamanna Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun