Um fátækt stjórnmálamanna Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur borið á góma í umræðunni undanfarna daga að það eigi að teljast vera kostur að stjórnmálamenn séu fjár síns ráðandi, engum fjárhagslega háðir og í rauninni sé betra að eiga ríka stjórnmálamenn til að stjórna landinu fremur en efnaminni. Jafnvel hefur umræðan gengið svo langt að halda því fram að hæfni til að stunda stjórnmál og fjárhagslegt sjálfstæði haldist í hendur. Það er hinsvegar gömul speki og ný, að margur verður af aurum api. Við búum í samfélagi þar sem forsætisráðherra og frú eiga félög með fleiri milljónum inni á bankareikningum heldur en meðal Íslendingur nær að safna sér á einni ævi. Þar að auki á þetta félag einnig kröfur á sömu þrotabú og hæstvirtur forsætisráðherra var í forystu fyrir að semja við undanfarin ár. Fjármálaráðherra á líka óvart og óvænt eitthvert fyrirtæki á Seychelles-eyjum, eða í Lúxemborg, eða einhvers staðar. Það fyrirtæki er víst búið að gera upp, með tapi, en hver veit. Eitthvað svipað var uppi á teningnum hjá fleiri aðilum í íslenskum stjórnmálum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að vera ríkur einstaklingur og í stjórnmálum. En það er eitt að vera velstæður og annað að kunna ekki aura sinna tal, eða vita ekki hvar félög sín eiga heima, það er eitthvað annað og meira en að vera bara fjár síns ráðandi. Samfélagslegt rof Stjórnmálamenn, ekki síst þingmenn og ráðherrar, eiga að vera hluti af samfélaginu eins og við þekkjum það. Það virðist vera menningarlegt og samfélagslegt rof milli sumra háttsettra íslenskra stjórnmálamanna og hins almenna Íslendings. Það að eiga ekkert er ekki slæmt. Það er bara eins og það er, og gerir engan að verri stjórnmálamanni. Að kaupa fötin sín á flóamarkaði eða að hafa aldrei flogið á Saga Class gerir engan mann óhæfan til þess að taka þátt í stjórnmálum. Þeir sem halda uppi þeirri orðræðu að ríkidæmi fari vel með stjórnmálastarfi láta það líta út að efnaminni einstaklingar búi við skertari siðferðiskennd en aðrir. Ástæðan fyrir því að við viljum að þjóðkjörnir einstaklingar hafi það ágætt á meðan þeir gegna embætti, er einmitt að það þarf að vera á allra færi að taka þátt. Að búa til lög og stjórna landinu er ekki einkamál hinna ríku. Það á ekki að vera forsenda til þátttöku í lýðræðissamfélagi að vera vellauðugur. Samfélag sem er stýrt af hinum ríku og samkvæmt hagsmunum þeirra er auðvaldsstjórn, ekki lýðræði. Lýðræðissamfélag reynir að gera öllum kleift að taka þátt og setja alla aðila við sama borð þar sem það er hagur okkar allra sem ber að vinna að. Fátækt stjórnmálamanna verður ekki í aurum talin. Fátækt stjórnmálamanna á Íslandi snýr að því að það er þeim erfitt, jafnvel dýrt eða ómögulegt, að taka sjálfstæða ákvörðun og gera það sem er siðferðislega rétt á hverjum tíma. Það er auðveldara að sitja hjá og kóa með. Að praktísera pólitíska ábyrgð hefur ekki fengið brautargengi í íslenskum stjórnmálum. Það, umfram allt annað, er fátækt íslenskra stjórnmálamanna.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun