Segja um 22 þúsund hafa mætt á Austurvöll Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 19:02 Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Skipuleggjendur mótmælafundar á Austurvelli í kvöld segja um 22 þúsund manns hafa mætt, samkvæmt sinni talningu, til þess að krefjast þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segi af sér. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 fyrir stuttu sagði Sara Elísa Þórðardóttir, einn skipuleggjenda, að um 22 þúsund hefðu mætt og mótmælt friðsællega.Arnar Rúnar Marteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að samkvæmt talningu lögreglu á sjötta tímanum hefðu um átta til níu þúsund manns verið á Austurvelli. Mikið flæði hefði þó verið á fólki og ekki ólíklegt að heildarfjöldinn í miðbænum hefði verið um tíu til fimmtán þúsund manns. Hann lagði áherslu á að hann véfengdi alls ekki tölur mótmælenda enda hefði verið töluverður straumur hjá fólki í gegnum Austurvöll. Skipuleggjendur mótmælanna segja augljósan vilja fyrir hendi hjá almenningi að ríkisstjórnin víki. Arnar sagði að mótmælin væru alls ekki róleg, fólk hefði kastað hlutum í Alþingishúsið og bönunum og öðru verið kastað að lögreglumönnum. Enginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. Fyrr í dag var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið.Viðtalið við Arnar Rúnar má sjá í spilaranum að ofan.22,547 manns taldir kl 17.30. Þá komst fólk ekki lengur að og stóð í hundruða, ef ekki þúsundatali fyrir utan Austurvöll. Talið á öllum fjórum inngöngum frá kl. 16.30.Posted by Daði Ingólfsson on 4. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira