Mun færri samankomnir á Austurvelli en í gær Bjarki Ármannsson skrifar 5. apríl 2016 17:49 Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni en í gærkvöldi. Vísir/Ernir „Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03