Forseti ASÍ kveðst aldrei hafa átt fé í skattaskjóli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:39 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að fullyrðingar um að hann hafi staðið að því að koma eignum eða tekjum undan skatti séu rangar en rifjað hefur verið upp í umræðunni í tenglsum við leka á Panama-skjölunum að Gylfi sat á sínum tíma í stjórn félags sem hafði tengsl við skattaparadísina Tortóla. Þá hafi hann aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í því að leyna eignum eða tekjum, hvorki hans eigin né annarra. Búið er að boða til mótmæla við höfuðstöðvar ASÍ í dag vegna þessara tengsla. Í yfirlýsingu frá Gylfa fer hann ítarlega yfir málið en þar kemur fram að á árunum 1997-2001 hafi hann verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf., EFA. Árið 2000 lét fyrirtækið Hugvit, en Gylfi var í stjórn þess fyrir hönd EFA, Kaupþing stofna dótturfélag til að halda utan um kauprétt starfsmanna Hugvits, hér á landi og erlendis. Segir Gylfi að það hafi verið gert til að gæta jafnræðis meðal starfsmanna venga skattlagningar á mögulegan hagnað þeirra af kaupréttarsamningum. Hugvit gerði samning við Kaupþing í Lúxemborg um að stofna eignarhaldsfélag í Lúxemborg vegna þessa en stjórn Hugvits var skráð sem stjórn þessa félags, en þar á meðal var Gylfi Arnbjörnsson. Hann segir að aldrei hafi verið reynt að leyna hlutverki félagsins eða stjórn þess og þá tók félagið aldrei til starfa, engir fjármunir fóru í gegnum það og aldrei reyndi á kauprétt á hlutabréfum í Hugviti til starfsmanna fyrirtækisins. Kaupþing hafi hins vegar átt til á lager félög sem bankinn hafði stofnað á eyjunni Tortóla og selt þau bæði til þeirra sem fóru í einu og öllu að lögum og reglum og þeim sem vildu fela slóð sína. Gylfi segist ekki hafa vitað um þetta verklag bankans og ekki heldur aðrir stjórnarmenn Hugvits og gátu því ekki borið neina ábyrgð á því. „Ég hætti hjá EFA í júlí 2001 og hætti samhliða öllum störfum og stjórnarsetu fyrir hönd EFA. Ég var kjörinn forseti ASÍ árið 2008, 7 árum síðar. Ég hef aldrei átt fé í skattaskjóli eða tekið þátt í að leyna eignum eða tekjum, hvorki mínum eða annarra. Ef ég hefði gert það, hefði ég fyrir löngu og af fúsum og frjálsum vilja sagt af mér sem forseti ASÍ, enda er ég algerlega sammála því sjónarmiði að slíkt getur aldrei samrýmst hlutverki mínu sem forystumaður innan verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sinni en hana má sjá í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Í framhaldi af tilkynningu Gylfa sendi fyrirtækið GoPro Landsteina frá sér yfirlýsingu en Hugvit var dótturfélag þess fyrirtækis. Í yfirlýsingu GoPro Landsteina eru þær upplýsingar sem koma fram hjá Gylfa staðfestar en hana má líka sjá í viðhengi hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira