Hvað er títt af Tortólu? Arngrímur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 07:00 Ég vann í hjáverkum við þýðingar um langt árabil. Þá komu oft upp álitamál um áður óþýdd orð, þ.e. hvort þýða bæri með nýsmíði eða aðlögun tökuorðs. Nú virðist orðið Tortóla komið til að vera, þ.e. í víðtækari merkingu en sem staðarheiti. Tortóla beygist eins og bóla eða eins og ilmandi fjóla, allt eftir því hvaða flokk maður kýs. Að finna aurum sínum stað þar syðra mætti því nefna Tortólusetningu, sbr. bólusetning. Í slíkum fylgsnum er meðal annars varðveitt fé sem fengið er með fjárkúgunum, þrælahaldi, nauðgunum kvenna og barna, nú eða leigumorðum. Til að fylgsnið gagnist fyllilega verður það að hafa hreinsibúnað til peningaþvættis, sem felst í því að laða til sín skár fengið fé til íblöndunar. Falsaður fimmþúsundkall er hvergi betur geymdur en í bunka með tíu ófölsuðum. Með því að varðveita aurana sína eða bara að skrá fyrirtæki sín þarna eru menn að hjálpa til við voðaverkin. Það er kannski eðlilegt að fremstu ráðamenn þjóðarinnar vilji leyna slíkum eignum og þræti fyrir þegar í harðbakkann slær, en það er ekki eðlilegt að þeir skuli eiga þær. Og að láta sér detta í hug að bjóða sig fram til æðstu trúnaðarstarfa þjóðfélagsins án þess að flytja sjóðina í siðað umhverfi er yfirgengilegt. Það verður því að teljast harla kynlegt að íslenskir fjölmiðlamenn skuli hafa látið landsfeðurna komast upp með að ræða þetta eins og eitthvert lagatæknilegt atriði um skattskil. Skattaundanskot stjórnarherra væru kapítuli út af fyrir sig, en þetta er annað og meira. Mér persónulega er slétt sama hvernig skattframtölin líta út. Á ég að reikna með að þeir sem segja ekki frá eða jafnvel rangt frá á opinberum vettvangi færi allt satt og rétt í framtalið? Og á hverju ætti það að byggja? Ársskýrslu frá Tortólu? „Löglegt en siðlaust" virðist vera þessu fólki óþekktur frasi. Hér hefur verið farið í hvívetna eftir reglum og ÞESS VEGNA er ekkert siðferðilega rangt við gjörningana. Ef við hefðum reglur og lög yfir bókstaflega allt þyrftum við kannski ekkert siðferði. Og það er svona fólk sem hefur að atvinnu að setja lög og reglur okkur hinum til handleiðslu. Sú sérkennilega staðhæfing forsætisráðherrans míns fyrrverandi, að RÚV eða aðrir íslenskir fjölmiðlar hafi lagt hann í einelti er í besta falli barnaleg. Það var einmitt skortur á gagnrýnni fjölmiðlun sem kom þessum manni í valdastólinn. Fólk sem fylgst hafði með í erlendum fjölmiðlum horfði í forundran á þegar gæðingurinn sló sjálfan sig til riddara (hestur á hestbaki?) með lýðskrumi á áður óþekktum skala, án teljandi mótbára frá íslenskum fjölmiðlum. Hrói Höttur endurfæddur, ætlaði að taka hundruð milljarða frá erlendum hrægömmum og dreifa meðal langþjáðra hrunsþolanna. Og svo kemur á daginn að hann er sjálfur hrægammur! En viti menn, hann segist vera góður gammur. Og efndirnar, rammíslenskir peningar úr einum vasa í annan. Á flestum málum eru margar hliðar. Með skírskotun til máltækis um flís eða bjálka í augum fólks, veltir maður fyrir sér hvort Tortólureiðin sé e.t.v. nauðbeygður flótti frá veruleikanum. Er ekki mergurinn málsins að við Íslendingar erum svo óheppnir með kjósendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vann í hjáverkum við þýðingar um langt árabil. Þá komu oft upp álitamál um áður óþýdd orð, þ.e. hvort þýða bæri með nýsmíði eða aðlögun tökuorðs. Nú virðist orðið Tortóla komið til að vera, þ.e. í víðtækari merkingu en sem staðarheiti. Tortóla beygist eins og bóla eða eins og ilmandi fjóla, allt eftir því hvaða flokk maður kýs. Að finna aurum sínum stað þar syðra mætti því nefna Tortólusetningu, sbr. bólusetning. Í slíkum fylgsnum er meðal annars varðveitt fé sem fengið er með fjárkúgunum, þrælahaldi, nauðgunum kvenna og barna, nú eða leigumorðum. Til að fylgsnið gagnist fyllilega verður það að hafa hreinsibúnað til peningaþvættis, sem felst í því að laða til sín skár fengið fé til íblöndunar. Falsaður fimmþúsundkall er hvergi betur geymdur en í bunka með tíu ófölsuðum. Með því að varðveita aurana sína eða bara að skrá fyrirtæki sín þarna eru menn að hjálpa til við voðaverkin. Það er kannski eðlilegt að fremstu ráðamenn þjóðarinnar vilji leyna slíkum eignum og þræti fyrir þegar í harðbakkann slær, en það er ekki eðlilegt að þeir skuli eiga þær. Og að láta sér detta í hug að bjóða sig fram til æðstu trúnaðarstarfa þjóðfélagsins án þess að flytja sjóðina í siðað umhverfi er yfirgengilegt. Það verður því að teljast harla kynlegt að íslenskir fjölmiðlamenn skuli hafa látið landsfeðurna komast upp með að ræða þetta eins og eitthvert lagatæknilegt atriði um skattskil. Skattaundanskot stjórnarherra væru kapítuli út af fyrir sig, en þetta er annað og meira. Mér persónulega er slétt sama hvernig skattframtölin líta út. Á ég að reikna með að þeir sem segja ekki frá eða jafnvel rangt frá á opinberum vettvangi færi allt satt og rétt í framtalið? Og á hverju ætti það að byggja? Ársskýrslu frá Tortólu? „Löglegt en siðlaust" virðist vera þessu fólki óþekktur frasi. Hér hefur verið farið í hvívetna eftir reglum og ÞESS VEGNA er ekkert siðferðilega rangt við gjörningana. Ef við hefðum reglur og lög yfir bókstaflega allt þyrftum við kannski ekkert siðferði. Og það er svona fólk sem hefur að atvinnu að setja lög og reglur okkur hinum til handleiðslu. Sú sérkennilega staðhæfing forsætisráðherrans míns fyrrverandi, að RÚV eða aðrir íslenskir fjölmiðlar hafi lagt hann í einelti er í besta falli barnaleg. Það var einmitt skortur á gagnrýnni fjölmiðlun sem kom þessum manni í valdastólinn. Fólk sem fylgst hafði með í erlendum fjölmiðlum horfði í forundran á þegar gæðingurinn sló sjálfan sig til riddara (hestur á hestbaki?) með lýðskrumi á áður óþekktum skala, án teljandi mótbára frá íslenskum fjölmiðlum. Hrói Höttur endurfæddur, ætlaði að taka hundruð milljarða frá erlendum hrægömmum og dreifa meðal langþjáðra hrunsþolanna. Og svo kemur á daginn að hann er sjálfur hrægammur! En viti menn, hann segist vera góður gammur. Og efndirnar, rammíslenskir peningar úr einum vasa í annan. Á flestum málum eru margar hliðar. Með skírskotun til máltækis um flís eða bjálka í augum fólks, veltir maður fyrir sér hvort Tortólureiðin sé e.t.v. nauðbeygður flótti frá veruleikanum. Er ekki mergurinn málsins að við Íslendingar erum svo óheppnir með kjósendur?
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun