Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa einn af einum verið kallaðir á fund Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, þar sem þeir eru upplýstir um stöðu mála. Fyrir skemmstu gekk Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á þeirra fund.
Fregnir herma að Sigurður Ingi taki við forsætisráðuneytinu og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður flokksins, taki við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þess er beðið að Bjarni og Sigurður upplýsi um stöðu mála.
stjórnarandstaðan tætti í sig eina pizzuna sem Jón Gunn færði í þinghúsið pic.twitter.com/aHVFwuPDg8
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) April 6, 2016
@TomasJohannss @BragiValdimar @Bjarni_Ben Skinka hakk og paprika. Hefði ekki pantað þetta sjálfur :-/
— Árni Páll Árnason (@ArniPallArnason) April 6, 2016
"Þú verður ráðherra, þú verður formaður nefndar og þú sækir pizzurnar" -ætli þetta hafi verið ca svona? #cashljós #íslandídag #pólitíkin
— Elín Kára (@ekaradottir) April 6, 2016
Sjálfstæðisflokkurinn akkúrat núna í helluðu pizzamönnsi #cashljós pic.twitter.com/RiY8jphrY5
— Aldís Mjöll (@AldisMjoll) April 6, 2016
Simmi pantar ekki pizzur. Hann er KFC maður. Við Snapchat vinir hans vitum það best. #Cashljos
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) April 6, 2016
Pizzustjórnin. Skrásetja þetta.
— Tryggvi Ólafsson (@tryggviolafs) April 6, 2016
Pizzurnar voru pantaðar sem áminning um hvað það var auðvelt að sækja um leiðréttinguna.
— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) April 6, 2016
Þori að veðja að enginn í XD borði kantana. Enda eru þeir bara fyrir eitthvað stritandi millistéttarhyski #cashljós
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 6, 2016
Ásmundur Friðriks er líklegastur til að hafa verið með sérþarfir og vesen þegar var verið að panta pizzurnar.
— Bergsteinn Sigurðsso (@bergsteinn3) April 6, 2016