Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr forsætisráðherra, býr í Syðra Langholti og keyrir daglega í vinnu til Reykjavíkur.
„Sigurður Ingi hefur sýnt það í verkum sínum að hann er fullfær í nýja starfið og á eftir að standa sig vel. Hann er víðsýnn, skynsamur og eldklár,“ bætir Ragnar við.

Ragnar segir að Sigurður Ingi hafi mikinn áhuga á íþróttum.
„Já, hann er Arsenal-maður út í gegn eins og ég og fylgist vel með boltanum. Á sínum yngri árum spilaði hann mikið knattspyrnu, körfubolta og stóð sig líka vel í frjálsum“, segir Ragnar.
Tvö af systkinum nýja forsætisráðherrans búa í Hrunamannhreppnum en það eru þau Arnfríður bóndi í Dalbæ og Páll bóndi í Núpstúni. Þriðja systkinið býr í Reykjavík.
Sigurður Ingi á þrjú börn og fjögur stjúpbjörn með núverandi eiginkonu sinni, Elsu Ingjaldsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
„Ég hef enga trú á því að Sigurður Ingi og Elsa flytji til Reykjavíkur þó hann sé orðinn forsætisráðherra, hann er allt of mikill sveitamaður í sér til þess,“ segir oddviti Hrunamannahrepps.
.