Ný ríkisstjórn fram hjá miðstjórnum flokkanna Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 11:07 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna niðurstöðu viðræðna sinna. Þeir munu ekki ræða við Miðstjórnir flokka sinna vísir/vilhelm Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira