Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 12:33 "Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði Steingrímur á þingi í dag. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45