Jóhannes Kr. faldi sig í sumarbústað í Borgarfirðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 14:51 Jóhannes Kr. í Borgarfirðinum á meðan hann kafaði í gegnum Panama-skjölin. Skjáskot úr sænska sjónvarpinu „Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu. Panama-skjölin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Kollegar mínir úti í heimi eru farnir að kalla mig „The lonely journalist“. Ég er búinn að vera einmana í þessu starfi því það eru mjög fáir sem ég hef getað leitað til,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður. Jóhannes var til umfjöllunar í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. „Ég veit alveg hvernig mér sjálfum myndi líða ef vinur minn kæmi til mín og segðist vera að vinna að stærsta leka sögunnar. Ég hef alltaf varann á mér. Ísland er mjög lítið land.“Sjá einnig:Eggert, Finnur og Róbert í vinnuskjölum Jóhannesar Jóhannes lýsir því í viðtalinu, sem tekið er um þremur mánuðum fyrir birtingu upplýsinga úr Panama-gögnunum síðastliðinn sunnudag, að hann haldi til í sumarhúsi í Borgarfirðinum. „Hér hef ég fengið frið. Hér get ég verið rólegur. Breitt úr mér með öll blöðin mín.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á leiðinni út úr viðtalinu við Jóhannes Kr. Kristjánsson.Hann segist í viðtalinu velta fyrir sér hverjar afleiðingarnar geti orðið. „Þetta er mjög áhrifaríkt fólk sem við erum að ræða um. Ráðherrar, mjög ríkir einstaklingar bæði hér á Íslandi og úti í heimi. Ég held ða heimurinn sem við erum að skyggnast inn í sýni hvernig græðgin getur farið í fólk.“ Sven Bergman hjá sænska sjónvarpinu heimsækir Jóhannes í sumarhúsið. Þeir hafa þekkst nokkuð lengi og unnið saman áður. „En aldrei í rannsóknarvinnu af þessari stærðargráðu,“ segir Sven.Þátt Reykjavík Media og Kastljóss má sjá hér að neðan.Jóhannes upplýsir að fólk hafi hringt í konu hans vegna fjarveru hans vikurnar á undan. Þau spyrji hvað gangi á. „Hvar er Jóhannes? Af hverju er hann ekki að vinna?“ Jóhannes upplýsir að fólk hafi haldið að hann væri orðinn latur en það myndi komast að sannleikanum. „81 dagur, 23 klukkustundir og 15 mínútur,“ sagði Jóhannes í viðtalinu í sumarbústaðnum sem tekið var í janúar. Var hann þá að miða við hvenær kvöldfréttir færu í loftið sunnudagskvöldið 3. apríl.Sænska þáttinn í heild sinni má sjá hér. Þar má sjá Jóhannes og sænsku kollegana undirbúa viðtalið við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum. Sven Bergman hefur áhyggjur af því að Jóhannes Kr. muni hata sig klúðri hann viðtalinu. „Hann mun hata mig allt sitt líf,“ sagði Jóhannes Kr. meðal annars um væntanlega viðbrögð Sigmundar Davíðs við viðtalinu.
Panama-skjölin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira