Sigmundur Davíð: „Stjórnarandstaðan gerir út á ótta, reiði og vonleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 16:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“ Panama-skjölin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“
Panama-skjölin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira