Sigmundur Davíð: „Stjórnarandstaðan gerir út á ótta, reiði og vonleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 16:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“ Panama-skjölin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“
Panama-skjölin Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira