Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 17:30 Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu. Vísir/Ernir Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira