HSÍ ætlaði að ráða þjálfara í síðasta lagi í dag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2016 11:00 Á síðustu stundu. Það eru 69 dagar síðan Guðmundur formaður og Einar, framkvæmdastjóri HSÍ, settust niður á fundi með Aroni Kristjánssyni er hann hætti. vísir/vilhelm Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. Það var þann 22. janúar síðastliðinn að HSÍ hélt blaðamannafund þar sem Aron Kristjánsson tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa landsliðið. Hann tók þá ákvörðun eftir vonbrigðin á EM í Póllandi. „Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á fundinum í janúar. Formaðurinn er samt sprunginn á tíma enda landsleikur gegn Noregi eftir þrjá daga og eins ótrúlegt og það hljómar er ekki búið að tilkynna neinn leikmannahóp fyrir leikina tvo gegn Noregi sem fara fram á sunnudag og þriðjudag. Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag. Þó svo formaðurinn hafi ekki sett sér neinn tímaramma í janúar gerði hann það þó síðar. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtali við Vísi þann 4. mars síðastliðinn. Þá var hann ekki að fara á taugum. „Við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Klukkan hefur tifað og HSÍ er sprungið á tíma. Þessi drjúgi tímarammi sem formaðurinn setti sér rennur út í dag og ekki hefur enn verið staðfest að blaðamannafundur verði hjá HSÍ síðar í dag þar sem tilkynnt verði um nýjan þjálfara. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Það er langur tími síðan Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari A-landsliðs karla í handknattleik. Nánar tiltekið 69 dagar eða rúmlega 100.000 mínútur og um 6.000.000 sekúndur. Það var þann 22. janúar síðastliðinn að HSÍ hélt blaðamannafund þar sem Aron Kristjánsson tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa landsliðið. Hann tók þá ákvörðun eftir vonbrigðin á EM í Póllandi. „Við gefum okkur engan sérstakan tímaramma til að ráða nýjan þjálfara,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á fundinum í janúar. Formaðurinn er samt sprunginn á tíma enda landsleikur gegn Noregi eftir þrjá daga og eins ótrúlegt og það hljómar er ekki búið að tilkynna neinn leikmannahóp fyrir leikina tvo gegn Noregi sem fara fram á sunnudag og þriðjudag. Það er þó búið að forvinna málið að því er Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í fyrradag. Þó svo formaðurinn hafi ekki sett sér neinn tímaramma í janúar gerði hann það þó síðar. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ sagði Guðmundur í viðtali við Vísi þann 4. mars síðastliðinn. Þá var hann ekki að fara á taugum. „Við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Klukkan hefur tifað og HSÍ er sprungið á tíma. Þessi drjúgi tímarammi sem formaðurinn setti sér rennur út í dag og ekki hefur enn verið staðfest að blaðamannafundur verði hjá HSÍ síðar í dag þar sem tilkynnt verði um nýjan þjálfara.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44 Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15 Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00 Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00 Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
Ekki búið að velja hópinn fimm dögum fyrir landsleik Norska landsliðið kemur saman í dag til þess að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Íslandi enda aðeins fimm dagar í fyrri leikinn. 29. mars 2016 10:44
Guðjón Valur: Frekar íslenskan en erlendan landsliðsþjálfara Landsliðsfyrirliðinn í handbolta hefur ekki trú á erlendur þjálfari sinni því starfi sem þarf til að skila leikmönnum upp í A-landsliðið. 8. mars 2016 16:15
Fimm dagar í næsta leik og enn enginn landsliðsþjálfari Formaður HSÍ vonast samt til þess að ráða þjálfara í vikunni og að hann fari með til Noregs. 29. mars 2016 06:00
Ljubomir Vranjes hafnaði HSÍ Leitin að landsliðsþjálfara Íslands í handknattleik stendur enn yfir. Svíinn Ljubomir Vranjes gaf frá sér möguleikann á að taka við liðinu samkvæmt heimildum. Tíminn tifar viðurkennir formaður HSÍ. 23. mars 2016 06:00
Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. 4. mars 2016 06:00
Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30