Ferðamaður fótbrotnaði á blautum stíg við Kerið Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 14:45 Myndir af vettvangi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á kölfum. Myndir/Aðsendar Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34
Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00
Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58