Elfar Árni: Mjög hissa er ég sá að hann fékk aðeins gult Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 13:00 Elfar Árni í leik gegn Blikum. vísir/stefán „Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Ég er með mar við augað eftir þetta,“ segir KA-maðurinn Elfar Árni Aðalsteinsson sem var skallaður ansi hraustlega í leik KA og Selfoss um nýliðna helgi Stefán Ragnar Guðlaugsson, fyrirliði Selfoss, missti þá stjórn á skapi sínu. Hljóp að Elfari Árna og skallaði hann fast í andlitið. „Ég var merkilega góður á eftir. Ég var nokkuð æstur þarna í kjölfarið en róaðist fljótt. Ég kláraði leikinn og ekkert vesen hvað það varðar,“ segir Elfar en hann hafði ekki lent í því áður að vera skallaður. „Þetta var frekar vont.“Sjá einnig: Aðeins gult spjald fyrir að skalla andstæðing | Myndband Elfar Árni meiddist illa í ágúst árið 2013. Þá fékk hann þungt högg á höfuðið í leik Breiðabliks og KR en hann lék þá með Blikum. Húsvíkingurinn missti meðvitund og var fluttur burt í sjúkrabíl. Svo alvarlegt var atvikið að leikurinn var flautaður af. Hann segir að þetta höfuðhögg hafi ekki vakið upp gömlu, alvarlegu meiðslin sem hann varð fyrir í þeim leik. „Ég er ekki með neinn svima og hef ekki verið neitt eftir mig.“Sjá einnig:Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Ástæðan fyrir því að Stefán Ragnar snöggreiðist svona er að Elfar Árni fer aðeins í markvörð Selfoss er hann reynir að komast í boltann. „Ég er á fullu og teygi mig í boltann. Markvörðurinn er á undan en ég kem aðeins við hann. Það var óviljaverk og ég tek það strax á mig og ætla að biðjast afsökunar er hann kemur aðvífandi og skallar mig,“ segir Elfar en hvernig brást hann við er hann sá að Stefán fékk aðeins gult fyrir skallann? „Ég var mjög hissa.“ Elfar Árni segir að Stefán Ragnar sé búinn að hringja í sig og biðjast afsökunar. „Við áttum gott spjall og þessu máli er lokið af minni hálfu.“Þetta var gult spjald á báða leikmenn. Þetta yrði langt bann í flestum löndum í kringum okkur en gult hér. Stundum skil...Posted by Saevar Petursson on Monday, March 21, 2016
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira