Elfar Árni: Brattur þrátt fyrir svolitla ógleði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2013 12:51 Elfar Árni fagnar marki gegn KR í sumar. Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson var merkilega brattur er Vísir heyrði í honum í dag. Hann rotaðist í leiknum gegn KR í gær og var fluttur með hraði upp á spítala en óttast var um ástand hans um tíma. "Ég hef það bara þokkalegt. Heilsan er nokkuð góð. Svolítil ógleði en annars er ég brattur," sagði Húsvíkingurinn Elfar Árni við Vísi í dag. Elfar Árni eyddi nóttinni upp á spítala en fékk að fara heim í morgun. Hann var þó enn að glíma við ógleði í morgun enda fékk hann mjög slæmt höfuðhögg. Hann man ekki mikið eftir því sem gerðist. "Ég man að fyrstu mínúturnar í leiknum voru opnar. Svo man ég að Gulli tók útspark. Eftir það var ég bara farinn og man ekkert næstu klukkutímana. "Ég man svo eftir að hafa vaknað upp á bráðadeild með gott fólk í kringum mig. Ég fékk slæman heilahristing og við það kom þessi krampi. Það er það sem gerðist," sagði Elfar Árni. Hann mun þurfa að hvíla í óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðslanna en svo gæti farið að sumarið væri búið hjá honum. Það væri mikil blóðtaka fyrir Blikana enda hefur Elfar sprungið út í sumar og leikið virkilega vel. Elfar telur ekki að hann muni hugsa sig tvisvar um að skalla bolta aftur, hann geri alltaf allt sem hann getur fyrir liðið sitt. Hann sagðist vonast til þess að verða ekki skyldugur til þess að nota hettu líka því sem fótboltamaðurinn Petr Cech spilar með eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl. En ef að það verði til þess að hann megi spila, þá muni hann að sjálfsögðu nota slíka hettu. En hún yrði þá græn á lit eins og búningur Breiðabliks og Völsungs sem er hans uppeldisfélag. Nánar er rætt við Elfar í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46 Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05 Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28 Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson var merkilega brattur er Vísir heyrði í honum í dag. Hann rotaðist í leiknum gegn KR í gær og var fluttur með hraði upp á spítala en óttast var um ástand hans um tíma. "Ég hef það bara þokkalegt. Heilsan er nokkuð góð. Svolítil ógleði en annars er ég brattur," sagði Húsvíkingurinn Elfar Árni við Vísi í dag. Elfar Árni eyddi nóttinni upp á spítala en fékk að fara heim í morgun. Hann var þó enn að glíma við ógleði í morgun enda fékk hann mjög slæmt höfuðhögg. Hann man ekki mikið eftir því sem gerðist. "Ég man að fyrstu mínúturnar í leiknum voru opnar. Svo man ég að Gulli tók útspark. Eftir það var ég bara farinn og man ekkert næstu klukkutímana. "Ég man svo eftir að hafa vaknað upp á bráðadeild með gott fólk í kringum mig. Ég fékk slæman heilahristing og við það kom þessi krampi. Það er það sem gerðist," sagði Elfar Árni. Hann mun þurfa að hvíla í óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðslanna en svo gæti farið að sumarið væri búið hjá honum. Það væri mikil blóðtaka fyrir Blikana enda hefur Elfar sprungið út í sumar og leikið virkilega vel. Elfar telur ekki að hann muni hugsa sig tvisvar um að skalla bolta aftur, hann geri alltaf allt sem hann getur fyrir liðið sitt. Hann sagðist vonast til þess að verða ekki skyldugur til þess að nota hettu líka því sem fótboltamaðurinn Petr Cech spilar með eftir að hann hlaut höfuðmeiðsl. En ef að það verði til þess að hann megi spila, þá muni hann að sjálfsögðu nota slíka hettu. En hún yrði þá græn á lit eins og búningur Breiðabliks og Völsungs sem er hans uppeldisfélag. Nánar er rætt við Elfar í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46 Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05 Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30 Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28 Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12 Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40 Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi. 18. ágúst 2013 23:46
Elfar Árni kominn heim til sín Elfar Árni Aðalsteinsson var í morgun útskrifaður af Landspítalanum þar sem hann lá í nótt eftir að hafa verið hætt kominn í knattspyrnuleik í gær. 19. ágúst 2013 11:05
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 18:30
Ólafur Kristjáns: Enginn í standi til þess að fara spila um einhver stig Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur Pepsi-markanna í kvöld en þar fór hann yfir atburðarrásina á Kópavogsvellinum þar sem leikur Breiðabliks og KR var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks. 19. ágúst 2013 01:28
Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar. 18. ágúst 2013 20:12
Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út. 18. ágúst 2013 20:40
Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar. 18. ágúst 2013 20:07
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti