Íslendingur í Brussel: „Maður er svo vanur því að vera öruggur“ Bjarki Ármansson skrifar 22. mars 2016 16:22 Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Mynd/Freyja Steingrímsdóttir Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“ Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Íslendingur í Brussel hélt sig innandyra í dag vegna hryðjuverkaárásanna í borginni en meðal annars var gerð sprengjuárás á lestina sem hún tekur hvern dag til vinnu. Hún segir skemmtilegt að sjá hvað borgarbúar hafa brugðist við með mikilli samheldni. „Ég myndi kannski segja að það sé aðeins búið að róast, en ég er reyndar ekki búin að fara neitt úr húsi í dag,“ segir Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálaráðgjafi aðspurð hvernig ástandið sé núna miðað við í morgun. „En miðað við það sem fólk er að segja manni á samfélagsmiðlum og svona – maður er með marga spjallglugga opna – þá er þetta aðeins að róast.“ Freyja heyrði af því snemma í morgun að árás hefði verið gerð á Zaventem-flugvöllinn og ákváð þá að halda sig innandyra og fara ekki til vinnu. Hún segist ekki hafa viljað taka neina sénsa með því að taka neðanjarðarlestina. „Þannig að þegar ég heyri fréttirnar af lestinni, fannst mér það jafnvel óhugnanlegra,“ segir Freyja en önnur sprengjan sprakk í lest sem var á sömu leið og Freyja tekur í vinnuna hvern morgun. „Lestin fer auðvitað á fjögurra mínútna fresti þannig að það er alls ekkert víst að maður hefði verið í vagninum. En maður getur alltaf hugsað: Hvað ef?“ Freyja hefur búið í Brussel í tvö og hálft ár. Talsverð spenna hefur verið í borginni að undanförnu eftir hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember og oft mikill viðbúnaður lögreglu. Freyja segir það þó ekki hafa haft mjög mikil áhrif á dagsdaglegt líf hennar til þessa. „Ég hugsa að sem Íslendingur, þá taki maður kannski öryggi sínu svolítið léttilega,“ segir hún. „Maður er svo vanur því að vera öruggur, hvar sem maður er.“Mikill viðbúnaður hefur verið í Brussel í dag.Vísir/AFPFreyja segist eiga von á því að flestir vinnufélagar hennar mæti aftur til vinnu á morgun. Það verði bara að koma í ljós hvort og hvernig morgundagurinn verður frábrugðinn öðrum dögum. „Ég hugsa að það verði kannski óþægilegt að taka lestina aftur,“ segir hún. „Jafnvel að ég taki bara líkamsrækt og labbi í vinnuna næstu daga. En það verður að koma í ljós, maður fer bara eftir því sem yfirvöld segja.“ Kærasti Freyju fór í skólann í bæ fyrir utan Brussel í morgun og hafði ekki frétt af sprengingunum fyrr en Freyja hringdi í hann í dag. Um tíma var hann fastur í bænum og komst ekki aftur til Brussel og kom þá til skoðunar að bjarga sér í gegnum samfélagsmiðla. „Það er svolítið skemmtilegt, það er búið að koma upp alls konar upp á samfélagsmiðlum eins og #openhouse og #ikwillhelpen og þar er til dæmis verið að bjóða fólki far,“ útskýrir Freyja. „Þannig að við vorum eitthvað að skoða hvort hann gæti fengið þannig en svo eru lestirnar að fara af stað aftur, þannig að hann kemst nú vonandi heim á endanum.“
Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 22. mars 2016 15:38
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57